Frumkvöðlar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 18. apríl 2018 07:00 Þau sem heimsækja LA sjá ekki bara Hollywood-skilti og njóta sólar, einu gildir í hvaða borgarhluta þú kemur, alltaf blasir við fólk með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma sem á höfði sínu hvergi að halla. Þegar ég sótti þarna nám var ég ítrekað að leita skýringa á þessu ástandi og þá kom í ljós að allir vissu að Ronald Reagan hafði tekið þá ákvörðun á sínum tíma að loka úrræðum fyrir geðsjúka á landsvísu með þessum afleiðingum m.a. Þegar ég nefndi að það væri á ábyrgð samfélagsins að standa með veiku fólki var ég jafnan spurð hvort ég væri sósíalisti. Árum saman hef ég fylgst með starfsemi Hugarafls, m.a. þegar svilkona mín starfaði þar og þá kynntist ég orðinu valdefling fyrst. Nú hefur þessi magnaða starfsemi verið sett í mikið uppnám vegna skipulagsbreytinga stjórnvalda og ég skil ekki hvernig bæta á þjónustu við geðsjúka með því að varpa fyrir róða þeirri reynslu og þekkingu sem tilheyrir Hugarafli og geðteyminu sem byggt hefur það upp. Valdefling snýst um tvennt; sjálfræði og tengsl. Einu gildir hver verkefni okkar eru í lífinu, við þurfum þetta tvennt til þess að blómstra, ekki síst þegar heilsan er annars vegar. Vinkona mín sem glímt hefur við geðrasakanir í þrjátíu ár sagði við mig nýlega: Ég er svo mikið ein að ég næ aldrei að verða heilbrigð. Hugarafl er langþróuð valdeflingarmiðstöð í þágu geðsjúkra þar sem einangrun er rofin og unnið er með fólki frekar en að vinna með það. Ég hef rætt ítrekað við embættismenn, fagfólk og notendur þjónustunnar og fæ enn ekki séð rökin fyrir breytingunum. Gott að menn vilji bæta í, en að gera það án þess að byggja á frumkvöðlakraftinum er alvarlegur misskilningur á viðfangsefninu að mínum dómi. Hugarafl er þarfur valkostur í úrræðaflóru samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þau sem heimsækja LA sjá ekki bara Hollywood-skilti og njóta sólar, einu gildir í hvaða borgarhluta þú kemur, alltaf blasir við fólk með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma sem á höfði sínu hvergi að halla. Þegar ég sótti þarna nám var ég ítrekað að leita skýringa á þessu ástandi og þá kom í ljós að allir vissu að Ronald Reagan hafði tekið þá ákvörðun á sínum tíma að loka úrræðum fyrir geðsjúka á landsvísu með þessum afleiðingum m.a. Þegar ég nefndi að það væri á ábyrgð samfélagsins að standa með veiku fólki var ég jafnan spurð hvort ég væri sósíalisti. Árum saman hef ég fylgst með starfsemi Hugarafls, m.a. þegar svilkona mín starfaði þar og þá kynntist ég orðinu valdefling fyrst. Nú hefur þessi magnaða starfsemi verið sett í mikið uppnám vegna skipulagsbreytinga stjórnvalda og ég skil ekki hvernig bæta á þjónustu við geðsjúka með því að varpa fyrir róða þeirri reynslu og þekkingu sem tilheyrir Hugarafli og geðteyminu sem byggt hefur það upp. Valdefling snýst um tvennt; sjálfræði og tengsl. Einu gildir hver verkefni okkar eru í lífinu, við þurfum þetta tvennt til þess að blómstra, ekki síst þegar heilsan er annars vegar. Vinkona mín sem glímt hefur við geðrasakanir í þrjátíu ár sagði við mig nýlega: Ég er svo mikið ein að ég næ aldrei að verða heilbrigð. Hugarafl er langþróuð valdeflingarmiðstöð í þágu geðsjúkra þar sem einangrun er rofin og unnið er með fólki frekar en að vinna með það. Ég hef rætt ítrekað við embættismenn, fagfólk og notendur þjónustunnar og fæ enn ekki séð rökin fyrir breytingunum. Gott að menn vilji bæta í, en að gera það án þess að byggja á frumkvöðlakraftinum er alvarlegur misskilningur á viðfangsefninu að mínum dómi. Hugarafl er þarfur valkostur í úrræðaflóru samfélagsins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun