Kristín Helga Gunnarsdóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 18. apríl 2018 17:30 Verðlaunahafarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Magnea J. Matthíasdóttir ásamt borgarstjóra, Brynhildi Björnsdóttur formanni dómnefndar og Maríu Rán og Hjörleifi Hjartsyni sem tóku við verðlaununum fyrir hönd Ránar Flygenring. VISIR/Aðsend Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í Höfða í dag. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina á íslensku, bestu þýðingu á barna- og unglingabók og bestu myndskreytingu á barna- og unglingabók. Kristín Helga Gunnarsdóttir skáldkona fékk verðlaunin í flokki frumsaminna barnabóka fyrir bók sína Vertu ósýnilegur - flóttasaga Ishmaels. Í umsögn dómnefndar segir: „Í liprum og raunverulegum lýsingum er fjallað um baráttu fólks til að lifa venjulegu lífi í hringiðu hrikalegra stríðsátaka. Á sama tíma er fjallað af nærfærni um viðkvæmar tilfinningar unglinga og ungs fólks, samskipti og samskiptavanda. Það getur verið erfitt að aðlagast og sættast við framandi samfélag og víða hamla fordómar og vanþekking eðlilegum samskiptum.“ Magnea J. Matthíasdóttir fékk Barnabókaverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur eftir Elenu Favilli og Francescu Cavallo. Verðlaun fyrir bestu myndskreytingu komu í hlut Ránar Flygenring fyrir teikningar í bókinni Fuglar eftir þau Hjörleif Hjartarson. Dómnefnd var skipuð Brynhildi Björnsdóttur, formanni, Jónu Björgu Sætran borgarfulltrúa, Gunnari Birni Melsted grunnskólakennara, Davíð Stefánssyni, fyrir Rithöfundasamband Íslands, og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna. Tilkynnt var við athöfnina í dag að frá næsta ári verði veitt sérstök verðlaun, í nafni Guðrúnar Helgadóttur, fyrir óbirt handrit að barna- og unglingabók. Verðlaunin munu nema einni milljón króna. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar verið veitt óslitið frá árinu 1973 og eru elstu fagverðlaun fyrir barnabókmenntir á landinu Menning Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Sé Ishmael á hverju götuhorni Kristín Helga Gunnarsdóttir mun ræða við Evu Maríu Jónsdóttur í bókakaffi Gerðubergs annað kvöld í tilefni tíu ára afmælis fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins. 30. janúar 2018 10:45 Manneskjan þráir aðeins frið Sýrlenski unglingspilturinn Ishmael spratt ljóslifandi fram í huga rithöfundarins Kristínar Helgu Gunnarsdóttur þegar hún skrifaði nýjustu skáldsögu sína sem byggir á heimildum um afdrif og örlög fólks í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Ishmael er fulltrúi barna í lífshættulegum aðstæðum. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í Höfða í dag. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina á íslensku, bestu þýðingu á barna- og unglingabók og bestu myndskreytingu á barna- og unglingabók. Kristín Helga Gunnarsdóttir skáldkona fékk verðlaunin í flokki frumsaminna barnabóka fyrir bók sína Vertu ósýnilegur - flóttasaga Ishmaels. Í umsögn dómnefndar segir: „Í liprum og raunverulegum lýsingum er fjallað um baráttu fólks til að lifa venjulegu lífi í hringiðu hrikalegra stríðsátaka. Á sama tíma er fjallað af nærfærni um viðkvæmar tilfinningar unglinga og ungs fólks, samskipti og samskiptavanda. Það getur verið erfitt að aðlagast og sættast við framandi samfélag og víða hamla fordómar og vanþekking eðlilegum samskiptum.“ Magnea J. Matthíasdóttir fékk Barnabókaverðlaunin fyrir þýðingu sína á bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur eftir Elenu Favilli og Francescu Cavallo. Verðlaun fyrir bestu myndskreytingu komu í hlut Ránar Flygenring fyrir teikningar í bókinni Fuglar eftir þau Hjörleif Hjartarson. Dómnefnd var skipuð Brynhildi Björnsdóttur, formanni, Jónu Björgu Sætran borgarfulltrúa, Gunnari Birni Melsted grunnskólakennara, Davíð Stefánssyni, fyrir Rithöfundasamband Íslands, og Þórdísi Aðalsteinsdóttur, fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna. Tilkynnt var við athöfnina í dag að frá næsta ári verði veitt sérstök verðlaun, í nafni Guðrúnar Helgadóttur, fyrir óbirt handrit að barna- og unglingabók. Verðlaunin munu nema einni milljón króna. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar verið veitt óslitið frá árinu 1973 og eru elstu fagverðlaun fyrir barnabókmenntir á landinu
Menning Tengdar fréttir Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26 Sé Ishmael á hverju götuhorni Kristín Helga Gunnarsdóttir mun ræða við Evu Maríu Jónsdóttur í bókakaffi Gerðubergs annað kvöld í tilefni tíu ára afmælis fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins. 30. janúar 2018 10:45 Manneskjan þráir aðeins frið Sýrlenski unglingspilturinn Ishmael spratt ljóslifandi fram í huga rithöfundarins Kristínar Helgu Gunnarsdóttur þegar hún skrifaði nýjustu skáldsögu sína sem byggir á heimildum um afdrif og örlög fólks í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Ishmael er fulltrúi barna í lífshættulegum aðstæðum. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Guðrún Helgadóttir Borgarlistamaður Reykjavíkur Guðrún Helgadóttir rithöfundur hlaut í dag heiðursviðurkenningu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, útnefndi hana Borgarlistamann Reykjavíkur ársins 2017 í athöfn við Höfða. 17. júní 2017 16:26
Sé Ishmael á hverju götuhorni Kristín Helga Gunnarsdóttir mun ræða við Evu Maríu Jónsdóttur í bókakaffi Gerðubergs annað kvöld í tilefni tíu ára afmælis fjölmenningarstarfs Borgarbókasafnsins. 30. janúar 2018 10:45
Manneskjan þráir aðeins frið Sýrlenski unglingspilturinn Ishmael spratt ljóslifandi fram í huga rithöfundarins Kristínar Helgu Gunnarsdóttur þegar hún skrifaði nýjustu skáldsögu sína sem byggir á heimildum um afdrif og örlög fólks í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Ishmael er fulltrúi barna í lífshættulegum aðstæðum. 30. nóvember 2017 11:45