Castro-öldin á Kúbu á enda 19. apríl 2018 06:00 Fidel og Raúl Castro árið 2011. Vísir/Epa Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. Castro, sem tók við af bróður sínum Fidel árið 2006, mun stíga til hliðar og er búist við því að Miguel Díaz-Canel, fyrsti varaforseti Kúbu, taki við leiðtogasætinu. Þá verður einnig skipað í 31 meðlims ríkisráð Kúbu. Ráðið er í raun valdameira en þingið þar sem þingið kemur bara saman tvisvar á ári. Forseti ríkisráðsins er svo sömuleiðis forseti ríkisins. Castro-fjölskyldan hefur verið við völd á Kúbu frá árinu 1959. Með valdaskiptunum lýkur því nærri sextíu ára valdaskeiði hennar að mestu. Castro ætlar þó að halda áfram sem aðalritari Kommúnistaflokksins til 2021 og mun þannig hafa talsverð áhrif á gang mála og jafnvel hafa lokaorðið þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.Sjá einnig: Þjóðþing Kúbu velur arftaka Castros Hinn 57 ára gamli Díaz-Canel hefur setið við hlið Castros undanfarin fimm ár og telja skýrendur hann langlíklegastan. Hins vegar er ekki útilokað að Bruno Rodríguez utanríkisráðherra og Mercedes López, aðalritari Kommúnistaflokks Havana, geri tilkall til stólsins. Samkvæmt BBC er ólíklegt að nýr forseti breyti kúbversku samfélagi í náinni framtíð í ljósi áframhaldandi áhrifa Castros. Búist er við því að þær breytingar sem verða, verði gerðar hægt. Birtist í Fréttablaðinu Kúba Tengdar fréttir Þjóðþing Kúbu velur arftaka Castros Þjóðþing Kúbu kemur saman í dag og á morgun til að velja arftaka Raúls Castro, forseta landsins. Hann tók við af bróður sínum Fídel árið 2006, sem hafði stjórnað landinu frá kommúnistabyltingunni 1959. 18. apríl 2018 16:02 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þingmenn á kúbverska þinginu hófu í gær umræður um hver taki við af Raúl Castro sem forseti kommúnistaríkisins. Castro, sem tók við af bróður sínum Fidel árið 2006, mun stíga til hliðar og er búist við því að Miguel Díaz-Canel, fyrsti varaforseti Kúbu, taki við leiðtogasætinu. Þá verður einnig skipað í 31 meðlims ríkisráð Kúbu. Ráðið er í raun valdameira en þingið þar sem þingið kemur bara saman tvisvar á ári. Forseti ríkisráðsins er svo sömuleiðis forseti ríkisins. Castro-fjölskyldan hefur verið við völd á Kúbu frá árinu 1959. Með valdaskiptunum lýkur því nærri sextíu ára valdaskeiði hennar að mestu. Castro ætlar þó að halda áfram sem aðalritari Kommúnistaflokksins til 2021 og mun þannig hafa talsverð áhrif á gang mála og jafnvel hafa lokaorðið þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum.Sjá einnig: Þjóðþing Kúbu velur arftaka Castros Hinn 57 ára gamli Díaz-Canel hefur setið við hlið Castros undanfarin fimm ár og telja skýrendur hann langlíklegastan. Hins vegar er ekki útilokað að Bruno Rodríguez utanríkisráðherra og Mercedes López, aðalritari Kommúnistaflokks Havana, geri tilkall til stólsins. Samkvæmt BBC er ólíklegt að nýr forseti breyti kúbversku samfélagi í náinni framtíð í ljósi áframhaldandi áhrifa Castros. Búist er við því að þær breytingar sem verða, verði gerðar hægt.
Birtist í Fréttablaðinu Kúba Tengdar fréttir Þjóðþing Kúbu velur arftaka Castros Þjóðþing Kúbu kemur saman í dag og á morgun til að velja arftaka Raúls Castro, forseta landsins. Hann tók við af bróður sínum Fídel árið 2006, sem hafði stjórnað landinu frá kommúnistabyltingunni 1959. 18. apríl 2018 16:02 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þjóðþing Kúbu velur arftaka Castros Þjóðþing Kúbu kemur saman í dag og á morgun til að velja arftaka Raúls Castro, forseta landsins. Hann tók við af bróður sínum Fídel árið 2006, sem hafði stjórnað landinu frá kommúnistabyltingunni 1959. 18. apríl 2018 16:02
Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04