Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Kim Jong-un hefur væntanlega tekið vel á móti Pompeo. Vísir/Getty Norður-Kórea Mike Pompeo, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í utanríkisráðherrastólinn, fór fyrir nokkrum vikum í leyniferð til Norður-Kóreu og fundaði með einræðisherranum Kim Jong-un. Pompeo, sem stýrir nú leyniþjónustunni CIA, ræddi þar við Kim um væntanlegan tvíhliða fund Trumps og Kim. Washington Post greindi frá þessu og vísaði í ónafngreinda heimildarmenn. Fundur Pompeos og Kim er sá fyrsti sinnar tegundar frá því Madeleine Albright, þáverandi utanríkisráðherra, fundaði með Kim Jong-il, þáverandi einræðisherra og föður Jong-un, árið 2000. Trump tísti um fundinn í gær og sagði að samband Pompeos og Kim væri gott. „Við erum nú að ná niðurstöðu um smáatriði er varða viðræðurnar. Afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga yrði frábær, ekki bara fyrir heiminn heldur líka Norður-Kóreu,“ tísti forsetinn.Mike Pompeo met with Kim Jong Un in North Korea last week. Meeting went very smoothly and a good relationship was formed. Details of Summit are being worked out now. Denuclearization will be a great thing for World, but also for North Korea!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Frétt The Washington Post rímar vel við ummæli sem Trump lét falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á þriðjudaginn. Sagði hann þá að Bandaríkin ættu nú í viðræðum á „rosalega“ háu stigi við einræðisríkið. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá því að samráð hefði verið haft við þarlend yfirvöld vegna ferðar Pompeos. Sagði heimildarmaður Yonhap að það væri þó ekki viðeigandi fyrir suðurkóresk yfirvöld að tjá sig frekar um tvíhliða viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þá talaði Trump einnig um beinar viðræður ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Kim mun funda með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom þann 27. apríl. Ríkin hafa undanfarið staðið í viðræðum um formleg lok Kóreustríðsins. Við eiginleg lok þess, árið 1953, var samið um vopnahlé, ekki frið, og því stendur það tæknilega séð enn yfir. Lagði Trump blessun sína yfir það að ljúka stríðinu. Yonhap greindi sömuleiðis frá því í gær að Kóreuríkin tvö hefðu komist að samkomulagi um beina sjónvarpsútsendingu af fundi leiðtoganna.Sjá einnig: Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Chosun Ilbo gætu suðurkóresku erindrekarnir sem heimsóttu Norður-Kóreu í mars farið í aðra slíka heimsókn áður en kemur að fundi Moon og Kim. Það gæti reynst nauðsynlegt vegna erfiðleika við að komast að samkomulagi um dagskrá viðræðnanna. Þetta hafði Chosun Ilbo eftir Im Jong-seok, starfsmannastjóra Moon, sem sagði jafnframt að Chung Eui-yong, formaður þjóðaröryggisráðs, og Suh Hoon, stjórnandi leyniþjónustunnar, myndu fara fyrir erindrekasveitinni. Im sagði að búist væri við því að bein lína á milli Kim og Moon yrði tengd á föstudaginn. Þá muni línan verða prófuð en óljóst er hvort leiðtogarnir sjálfir ræðist við. „Aðalumræðuefni fundarins verður algjört brotthvarf Norður-Kóreu frá áætlun sinni um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri, að koma á fót varanlegum friði og umbætur í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga,“ sagði Im. Samkvæmt sama miðli kom nokkur skjálfti í Kim-stjórnina þegar Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir á skotmörk sín í Sýrlandi um síðustu helgi. Þá hefði Kim tilraunir Trumps til að tæta í sundur kjarnorkusamninginn við Íran einnig í huga í undirbúningnum fyrir viðræður þeirra tveggja. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. 18. apríl 2018 06:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Norður-Kórea Mike Pompeo, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í utanríkisráðherrastólinn, fór fyrir nokkrum vikum í leyniferð til Norður-Kóreu og fundaði með einræðisherranum Kim Jong-un. Pompeo, sem stýrir nú leyniþjónustunni CIA, ræddi þar við Kim um væntanlegan tvíhliða fund Trumps og Kim. Washington Post greindi frá þessu og vísaði í ónafngreinda heimildarmenn. Fundur Pompeos og Kim er sá fyrsti sinnar tegundar frá því Madeleine Albright, þáverandi utanríkisráðherra, fundaði með Kim Jong-il, þáverandi einræðisherra og föður Jong-un, árið 2000. Trump tísti um fundinn í gær og sagði að samband Pompeos og Kim væri gott. „Við erum nú að ná niðurstöðu um smáatriði er varða viðræðurnar. Afkjarnorkuvæðing Kóreuskaga yrði frábær, ekki bara fyrir heiminn heldur líka Norður-Kóreu,“ tísti forsetinn.Mike Pompeo met with Kim Jong Un in North Korea last week. Meeting went very smoothly and a good relationship was formed. Details of Summit are being worked out now. Denuclearization will be a great thing for World, but also for North Korea!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Frétt The Washington Post rímar vel við ummæli sem Trump lét falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, á þriðjudaginn. Sagði hann þá að Bandaríkin ættu nú í viðræðum á „rosalega“ háu stigi við einræðisríkið. Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá því að samráð hefði verið haft við þarlend yfirvöld vegna ferðar Pompeos. Sagði heimildarmaður Yonhap að það væri þó ekki viðeigandi fyrir suðurkóresk yfirvöld að tjá sig frekar um tvíhliða viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þá talaði Trump einnig um beinar viðræður ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Kim mun funda með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í landamærabænum Panmunjom þann 27. apríl. Ríkin hafa undanfarið staðið í viðræðum um formleg lok Kóreustríðsins. Við eiginleg lok þess, árið 1953, var samið um vopnahlé, ekki frið, og því stendur það tæknilega séð enn yfir. Lagði Trump blessun sína yfir það að ljúka stríðinu. Yonhap greindi sömuleiðis frá því í gær að Kóreuríkin tvö hefðu komist að samkomulagi um beina sjónvarpsútsendingu af fundi leiðtoganna.Sjá einnig: Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Chosun Ilbo gætu suðurkóresku erindrekarnir sem heimsóttu Norður-Kóreu í mars farið í aðra slíka heimsókn áður en kemur að fundi Moon og Kim. Það gæti reynst nauðsynlegt vegna erfiðleika við að komast að samkomulagi um dagskrá viðræðnanna. Þetta hafði Chosun Ilbo eftir Im Jong-seok, starfsmannastjóra Moon, sem sagði jafnframt að Chung Eui-yong, formaður þjóðaröryggisráðs, og Suh Hoon, stjórnandi leyniþjónustunnar, myndu fara fyrir erindrekasveitinni. Im sagði að búist væri við því að bein lína á milli Kim og Moon yrði tengd á föstudaginn. Þá muni línan verða prófuð en óljóst er hvort leiðtogarnir sjálfir ræðist við. „Aðalumræðuefni fundarins verður algjört brotthvarf Norður-Kóreu frá áætlun sinni um að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri, að koma á fót varanlegum friði og umbætur í samskiptum ríkjanna á Kóreuskaga,“ sagði Im. Samkvæmt sama miðli kom nokkur skjálfti í Kim-stjórnina þegar Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir á skotmörk sín í Sýrlandi um síðustu helgi. Þá hefði Kim tilraunir Trumps til að tæta í sundur kjarnorkusamninginn við Íran einnig í huga í undirbúningnum fyrir viðræður þeirra tveggja.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49 Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. 18. apríl 2018 06:08 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Beinar viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar þó ekki að ekkert verði af fyrirhuguðum fundi hans og Kim Jong-un á endanum. 17. apríl 2018 22:49
Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un. 18. apríl 2018 06:08