Frábært færi í brekkunum um páskana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 13:02 Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“ Skíðasvæði Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“
Skíðasvæði Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira