Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 18:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina. Vísir/Egill Aðalsteinsson Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni. Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. Í flokki heilbrigðismála er gert ráð fyrir að árleg framlög eigi að ná 249 milljörðum króna árið 2023. Aukningin nemur 19% frá fjárlögum þessa árs. Inni í áætluninni er gert ráð fyrir því að draga úr greiðsluþátttöku almennings og átaki til að stytta biðlista. Gert er ráð fyrir því að ráðist verði í byggingu nýs Landspítala við Hringbraut og áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál. Áætlunin gerir ráð fyrir að heildarfjárfesting ríkissjóðs yfir tímabilið nemi um 338 milljarða króna. Fjármálaáætlun næstu fimm ára var kynnt á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag klukkan 16.30. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra kynntu áætlunina.Hús íslenskunnar rís Ráðgert er að Hús íslenskunnar muni rísa og þá munu framlög á hvern nemanda á framhalds-og háskólastigi hækka og stefnt er að meðaltali OECD ríkjanna. Í áætlun er stefnt að því að auka framlög til háskólastigsins um 2,8 milljarða á tímabilinu og bókaskattur skuli afnuminn. Í fjármálaáætlun segir að fjárfest verði í nýjum þyrlum til handa Landhelgisgæslunni auk þess sem rekstur gæslunnar verði styrktur.Blaðamannafundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá upptöku af honum.Aðgerðir til að draga úr losun Framlög til umhverfismála hækka um 35% yfir tímabilið frá árinu 2017 að því er fram kemur í áætluninni. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og ráðist í uppbyggingu á fjölsóttum ferðamannastöðum. Kolefnisgjöld munu hækka og auknum fjármunum verður veitt í sókn til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Endurskoða skattkerfið Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysisbætur hækki auk þess sem ráðist verði í endurskoðun á skattkerfinu með tilliti til samspils skatta og bóta. Tekjuskattur og tryggingargjald verður lækkað. Stefnt verður að því að hámarksfjárhæð í fæðingarorlofi verði hækkuð og orlofið lengt. Fjármálaáætlun útfærir markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og er sett fram til næstu fimm ára. Fjármála-og efnahagsráðherra leggur hana í kjölfarið fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hér er hægt að lesa fjármálaáætlunina í heild sinni.
Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira