Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2018 15:48 Frá stórbrunanum í Garðabæ. Vísir/Egill Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“ Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í fimm þúsund fermetra atvinnuhúsnæðinu í Garðabæ sem varð eldi að bráð í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekkert vatnsúðakerfi hafi verið í húsi en kanna þarf hvort að það geti talist eðlilegt miðað við samþykktar teikningar. „Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, “ segir Jón Viðar. Aðspurður hvort að vatnsúðakerfi hefði einhverju bjargað segir hann allar brunavarnir ávallt hjálpa til. Hann tekur fram að mörg hús af þessari stærðargráðu séu ekki með vatnsúðakerfi. Hann segir að skoða þurfi síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. „Því oft breytist starfsemin og eðlilegt að það komi auknar kröfur varðandi brunavarnir. Við þurfum að fá smá andrými til að skoða þetta.“ Slökkviliðsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins í dag.Vísir/Böddi Hætta af hruni Slökkviliðið þurfti að rífa þak hússins svo það hrynji ekki á slökkviliðsmenn og þokast slökkvistarf hægt og bítandi í rétta átt að sögn Jóns Viðars. Spurður hvort eitthvað við húsnæðið hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir segir Jón Viðar að mikill eldsmatur hafi verið inn í því og þakið farið að gefa sig, eins og gengur og gerist með mörg önnur hús. „Hrunhættan og slíkt gerði það að verkum að ég þorði ekki að senda menn inn. Þá þurftum við við vinna þetta utan frá sem gerði verkefnið erfiðara,“ segir Jón Viðar. Sendu samt menn inn Þrátt fyrir hrun hætti og ótta við að senda slökkviliðsmenn inn í húsið var það engu að síður gert til að bjarga ákveðnum verðmætum sem voru þar. „Þessi verðmæti voru það nálægt innganginum að það reyndist ekkert vandamál,“ segir Jón Viðar. Hann segir að slökkviliðsmönnum hefði brugðið við þegar gólfið hrundi undan honum sem gerði það að verkum að hann hrundi frá annarri hæð og niður á jarðhæð. Hann sakaði þó ekki. Orsök sprenginga liggja ekki fyrir Sjónarvottar sögðust hafa heyrt þrjár öflugar sprengingar þegar eldsins varð vart í morgun. Fylgdust margir með þaki hússins lyftast upp um nokkra metra þegar þetta átti sér stað. Jón Viðar segir orsök sprenginganna ekki liggja fyrir og margar ástæður geti verið að baki þeim. „Um leið og þú ert kominn með fjölbreyttar geymslur af allskonar varningi getur það verið allt frá litlum úðabrúsum og yfir í eitthvað að stærra. Vonandi kemur það í ljós þegar menn fara að rannsaka vettvang.“
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28