FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 21:00 Michael Cohen hefur verið persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta um nokkurt skeið. Vísir/AFP Bandaríska alríkislögreglan, FBI, réðst í dag inn á skrifstofu Michaels Cohen, lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og lagði þar hald á skjöl sem einhver tengjast greiðslum forsetans til klámstjörnunnar Stormy Daniels. Í frétt New York Times segir að saksóknarar hafi fengið leitarheimild frá sérstökum saksóknara, Robert Mueller, sem stýrir rannsókn á meintum tengslum Rússa og starfsmanna í kosningaliði Trumps.Sjá einnig: „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Stephen Ryan, lögfræðingur Cohens, sagði leitina „fullkomlega óviðeigandi og ónauðsynlega.“ Þá sagði hann Cohen hafa verið samvinnuþýðan og afhent yfirvöldum skjöl í þúsundatali, þar á meðal tölvupósta, afrit af samtölum milli Cohens og Trumps, skattaframtöl og fyrirtækjaskrár. Einhver skjalanna eru auk þess talin tengjast máli klámstjörnunar Stormy Daniels en Cohen viðurkenndi í febrúar síðastliðnum að hafa greitt Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þagmælsku hennar. Hún hefur haldið því fram að hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump. Þá hefur Cohen einnig verið rannsakaður í tengslum við Rússarannsókn Muellers. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, réðst í dag inn á skrifstofu Michaels Cohen, lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og lagði þar hald á skjöl sem einhver tengjast greiðslum forsetans til klámstjörnunnar Stormy Daniels. Í frétt New York Times segir að saksóknarar hafi fengið leitarheimild frá sérstökum saksóknara, Robert Mueller, sem stýrir rannsókn á meintum tengslum Rússa og starfsmanna í kosningaliði Trumps.Sjá einnig: „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Stephen Ryan, lögfræðingur Cohens, sagði leitina „fullkomlega óviðeigandi og ónauðsynlega.“ Þá sagði hann Cohen hafa verið samvinnuþýðan og afhent yfirvöldum skjöl í þúsundatali, þar á meðal tölvupósta, afrit af samtölum milli Cohens og Trumps, skattaframtöl og fyrirtækjaskrár. Einhver skjalanna eru auk þess talin tengjast máli klámstjörnunar Stormy Daniels en Cohen viðurkenndi í febrúar síðastliðnum að hafa greitt Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016 í skiptum fyrir þagmælsku hennar. Hún hefur haldið því fram að hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump. Þá hefur Cohen einnig verið rannsakaður í tengslum við Rússarannsókn Muellers.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22