Þjóðarsorg í Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2018 13:18 Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir. Vísir/AFP Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán palestínumanna sem féllu í átökunum við landamæri Gaza-strandarinnar í gær. Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir og fleiri hundruð særðir eftir átök við ísraelska hermenn.Mótmælin hófust í gær og hafa Palestínumenn boðað áframhaldandi mótmæli næstu sex vikur í tilefni af því að í ár eru 70 ár síðan Palestínumenn voru fyrst hraktir úr heimahögunum við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þúsundir taka þátt í mótmælunum en Palestínumenn kerfjast þess að fá að snúa aftur heim.Átökin í gær eru þau blóðugustu í deilunni milli Ísraels og Palestínu í síðan í Gazastríðinu árið 2014. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldið í kjölfar neyðarfundar ráðsins í gær en óttast er að átökin fari versnandi næstu daga. Kallað hefur verið eftir því að börn og óbreyttir borgarar verði ekki gerð að skotmörkum átakanna og sjálfur hefur Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorað á hlutaðeigandi að halda aftur að átökum sem leitt geti til frekari dauðsfalla. Í skriflegri yfirlýsingu sem flutt var á fundi öryggisráðsins sakaði Danny Danon, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Hamas samtökin um að bera ábyrgð á átökunum, en samtökin hafa haft yfirráð á Gazaströndinni síðan 2007. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir aftur á móti ísraelsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á átökunum og lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í dag. Palestínskir mótmælendur hafa komið upp fimm mótmælabúðum nærri landamærunum við Gaza-ströndina, allt frá Beit Hanoun í norðri og að Rafah, nærri landamærunum við Egyptaland. Þá hefur ísraelski herinn tvöfaldað herafla sinn á svæðinu vegna mótmælanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán palestínumanna sem féllu í átökunum við landamæri Gaza-strandarinnar í gær. Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir og fleiri hundruð særðir eftir átök við ísraelska hermenn.Mótmælin hófust í gær og hafa Palestínumenn boðað áframhaldandi mótmæli næstu sex vikur í tilefni af því að í ár eru 70 ár síðan Palestínumenn voru fyrst hraktir úr heimahögunum við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þúsundir taka þátt í mótmælunum en Palestínumenn kerfjast þess að fá að snúa aftur heim.Átökin í gær eru þau blóðugustu í deilunni milli Ísraels og Palestínu í síðan í Gazastríðinu árið 2014. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldið í kjölfar neyðarfundar ráðsins í gær en óttast er að átökin fari versnandi næstu daga. Kallað hefur verið eftir því að börn og óbreyttir borgarar verði ekki gerð að skotmörkum átakanna og sjálfur hefur Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorað á hlutaðeigandi að halda aftur að átökum sem leitt geti til frekari dauðsfalla. Í skriflegri yfirlýsingu sem flutt var á fundi öryggisráðsins sakaði Danny Danon, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Hamas samtökin um að bera ábyrgð á átökunum, en samtökin hafa haft yfirráð á Gazaströndinni síðan 2007. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir aftur á móti ísraelsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á átökunum og lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í dag. Palestínskir mótmælendur hafa komið upp fimm mótmælabúðum nærri landamærunum við Gaza-ströndina, allt frá Beit Hanoun í norðri og að Rafah, nærri landamærunum við Egyptaland. Þá hefur ísraelski herinn tvöfaldað herafla sinn á svæðinu vegna mótmælanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14