Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 14:43 Khaled leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum í fyrsta skipti. Vísir/anton brink Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn telja Khaled Cairo sakæhfan. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Geðlæknarnir Nanna Briem og Lára Björgvinsdóttir voru dómkvaddar sem yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaleds en þeim fannst ekki mikil merki um iðrun og samkennd og að hann tæki ekki höfnun vel. Það leiði líkum að því að hann sé haldin einhverskonar persónuleikaröskun en geri hann hins vegar ekki ósakhæfan.Úr dómsal í dag.Vísir/RakelSigurður Páll Pálsson geðlæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði geðskoðun á Khaled hafa leitt í ljós að hann væri með eðlilegt geð. Við aðalmeðferðina sagði Sigurður að í samtölum hans við Khaled hefði Khaled verið á því að afbrotið væri Sanitu að kenna. Sagði Sigurður Khaled hafa sagt sér að hann hefði elskað Sanitu en hún væri sömuleiðis síðasta sort fyrir að hafa sært sig með því að vera með öðrum mönnum. Viðbrögð hans hefðu því verið henni að kenna að mati Khaleds. Sigurður sagði Khaled ekki siðblindan en gríðarlega stoltan af sjálfum sér, vilji vinna og sé hörku duglegur. Þá sagði Sigurður að engin gögn bentu til þess að Khaled sé andfélagslegur. Sagði Sigurður að Khaled ætti greinilega erfitt með að taka höfnun. Hann átti áður í sambandi við aðra konu en komst að því síðar meir að hún væri gift. Hann hefði brugðist afar illa við þeim fréttum og reynt að stytta sér aldur. Nanna Briem geðlæknir sagði ekkert benda til þess að Khaled væri haldinn geðrofi. Spurð út í viðbrögð Khaleds í skýrslutökum, þar sem hann fór til að mynda að hlæja tryllingslega þegar honum voru sýndar myndir af Sanitu á vettvangi, sagði hún það frekar tengjast varnarviðbrögðum hans þegar málið varð honum mjög óþægilegt en ekki benda til geðrofs.Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn telja Khaled Cairo sakæhfan. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Geðlæknarnir Nanna Briem og Lára Björgvinsdóttir voru dómkvaddar sem yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaleds en þeim fannst ekki mikil merki um iðrun og samkennd og að hann tæki ekki höfnun vel. Það leiði líkum að því að hann sé haldin einhverskonar persónuleikaröskun en geri hann hins vegar ekki ósakhæfan.Úr dómsal í dag.Vísir/RakelSigurður Páll Pálsson geðlæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði geðskoðun á Khaled hafa leitt í ljós að hann væri með eðlilegt geð. Við aðalmeðferðina sagði Sigurður að í samtölum hans við Khaled hefði Khaled verið á því að afbrotið væri Sanitu að kenna. Sagði Sigurður Khaled hafa sagt sér að hann hefði elskað Sanitu en hún væri sömuleiðis síðasta sort fyrir að hafa sært sig með því að vera með öðrum mönnum. Viðbrögð hans hefðu því verið henni að kenna að mati Khaleds. Sigurður sagði Khaled ekki siðblindan en gríðarlega stoltan af sjálfum sér, vilji vinna og sé hörku duglegur. Þá sagði Sigurður að engin gögn bentu til þess að Khaled sé andfélagslegur. Sagði Sigurður að Khaled ætti greinilega erfitt með að taka höfnun. Hann átti áður í sambandi við aðra konu en komst að því síðar meir að hún væri gift. Hann hefði brugðist afar illa við þeim fréttum og reynt að stytta sér aldur. Nanna Briem geðlæknir sagði ekkert benda til þess að Khaled væri haldinn geðrofi. Spurð út í viðbrögð Khaleds í skýrslutökum, þar sem hann fór til að mynda að hlæja tryllingslega þegar honum voru sýndar myndir af Sanitu á vettvangi, sagði hún það frekar tengjast varnarviðbrögðum hans þegar málið varð honum mjög óþægilegt en ekki benda til geðrofs.Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38