Í farbanni grunaður um innflutning á kókaíni í útvarpstæki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 22:29 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um farbannið. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður skuli sæta farbanni til 13. apríl næstkomandi en hann er grunaður um aðild að máli þar sem um 317 grömmum af kókaíni var smyglað til landsins í útvarpstæki. Í úrskurði héraðsdóms segir að upphaf málsins megi rekja til 6. desembers í fyrra þegar Tollgæslan hafi fundið talsvert magn af ætluðum fíkniefnum í póstsendingu Póstsins sem kom frá Hollandi. Voru efnin falin í útvarpstæki. Tiltekinn einstaklingur hafi verið skráður sem viðtakandi sendingarinnar en sendandi var hollenskur. Lögreglan lagði hald á efnið og var um að ræða kókaín. Efnunum var skipt út fyrir skaðlaus efni og var eftirfarar-og hlustunarbúnaði einnig komið fyrir í pakkanum.Fylgdust með pakkanum og hlustuðu á samskipti Nokkrum dögum síðar, eða þann 11. desember, hafði viðtakandi pakkans samband við Póstinn, svaraði tilkynningu um að pakkinn væri kominn og óskaði jafnframt eftir því að pakkinn yrði keyrður að heimili hans í Reykjavík. Lögreglan fylgdist með pakkanum fara að heimili viðtakandans ásamt því að hlusta á samskipti þeirra einstaklinga sem meðhöndluðu hann. Skömmu síðar fór lögreglan inn í íbúðina og kom þá að viðtakandanum, öðrum manni og þeim sem nú hefur verið úrskurðaður í farbann. Voru þremenningarnir að eiga við útvarpið. „Í kjölfarið hafi allir aðilar verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Mikið misræmi hafi verið í framburði þeirra varðandi aðild og aðkomu að innflutningi efnanna og allir undir rökstuddum grun um innflutning þeirra. Þann 12. desember hafi allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 til föstudagsins 22. desember sl. Í kjölfar þess að gæsluvarðhaldinu hafi lokið hafi kærða verið gert að sæta farbanni samkvæmt nánar tilgreindum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Á sambýliskonu í Barcelona og er með mjög lítil tengsl við Ísland Fram hafi komið í skýrslutökum að maðurinn sem sætir farbanni hafi átt frumkvæði að skipulagningu á innflutningi efnanna. Styðja önnur rannsóknargögn þann framburð. Maðurinn sjálfur hafi hins vegar að miklu leyti neitað að tjá sig undir rannsókn málsins. „Fram hefur komið við skýrslugjöf kærða hjá lögreglu og hjá verjanda hans áður fyrir dómi, að kærði eigi ekki heimili á Íslandi, en hann eigi sambýliskonu í Barcelona á Spáni og eigi þau von á barni. Kærði hefur mjög lítil tengsl við Ísland og einmitt vegna þeirra aðstæðna hans sem verjandi hefur lýst má fremur ætla að hann muni reyna að komast úr landi í því skyni að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til kæmi. Í ljósi alls framangreinds verður fallist á það með lögreglustjóra að brýnt sé að tryggja nærveru kærða á meðan mál hans er til meðferðar innan réttarvörslukerfisins hér á landi og því sé nauðsynlegt að honum verði gert að sæta farbanni svo sem krafist er, enda má annars ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar,“ segir svo í úrskurði héraðsdóms. Dómurinn féllst á kröfu lögreglunnar um farbann en áréttaði að lögreglunni bæri að sem kostur er að hraða meðferð málsins. Það hafi ekki verið skýrt með viðhlítandi hætti fyrir dóminum hvers vegna tilbúna ákæru „taki heila viku til viðbótar til útgáfu eða hvers vegna staða málsins sé þessi með hliðsjón af því að sækjandi lýsti því yfir hér fyrir dóminum fyrir fjórum vikum síðan að rannsókn málsins væri lokið.“ Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður skuli sæta farbanni til 13. apríl næstkomandi en hann er grunaður um aðild að máli þar sem um 317 grömmum af kókaíni var smyglað til landsins í útvarpstæki. Í úrskurði héraðsdóms segir að upphaf málsins megi rekja til 6. desembers í fyrra þegar Tollgæslan hafi fundið talsvert magn af ætluðum fíkniefnum í póstsendingu Póstsins sem kom frá Hollandi. Voru efnin falin í útvarpstæki. Tiltekinn einstaklingur hafi verið skráður sem viðtakandi sendingarinnar en sendandi var hollenskur. Lögreglan lagði hald á efnið og var um að ræða kókaín. Efnunum var skipt út fyrir skaðlaus efni og var eftirfarar-og hlustunarbúnaði einnig komið fyrir í pakkanum.Fylgdust með pakkanum og hlustuðu á samskipti Nokkrum dögum síðar, eða þann 11. desember, hafði viðtakandi pakkans samband við Póstinn, svaraði tilkynningu um að pakkinn væri kominn og óskaði jafnframt eftir því að pakkinn yrði keyrður að heimili hans í Reykjavík. Lögreglan fylgdist með pakkanum fara að heimili viðtakandans ásamt því að hlusta á samskipti þeirra einstaklinga sem meðhöndluðu hann. Skömmu síðar fór lögreglan inn í íbúðina og kom þá að viðtakandanum, öðrum manni og þeim sem nú hefur verið úrskurðaður í farbann. Voru þremenningarnir að eiga við útvarpið. „Í kjölfarið hafi allir aðilar verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Mikið misræmi hafi verið í framburði þeirra varðandi aðild og aðkomu að innflutningi efnanna og allir undir rökstuddum grun um innflutning þeirra. Þann 12. desember hafi allir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 til föstudagsins 22. desember sl. Í kjölfar þess að gæsluvarðhaldinu hafi lokið hafi kærða verið gert að sæta farbanni samkvæmt nánar tilgreindum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Á sambýliskonu í Barcelona og er með mjög lítil tengsl við Ísland Fram hafi komið í skýrslutökum að maðurinn sem sætir farbanni hafi átt frumkvæði að skipulagningu á innflutningi efnanna. Styðja önnur rannsóknargögn þann framburð. Maðurinn sjálfur hafi hins vegar að miklu leyti neitað að tjá sig undir rannsókn málsins. „Fram hefur komið við skýrslugjöf kærða hjá lögreglu og hjá verjanda hans áður fyrir dómi, að kærði eigi ekki heimili á Íslandi, en hann eigi sambýliskonu í Barcelona á Spáni og eigi þau von á barni. Kærði hefur mjög lítil tengsl við Ísland og einmitt vegna þeirra aðstæðna hans sem verjandi hefur lýst má fremur ætla að hann muni reyna að komast úr landi í því skyni að koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til kæmi. Í ljósi alls framangreinds verður fallist á það með lögreglustjóra að brýnt sé að tryggja nærveru kærða á meðan mál hans er til meðferðar innan réttarvörslukerfisins hér á landi og því sé nauðsynlegt að honum verði gert að sæta farbanni svo sem krafist er, enda má annars ætla að hann reyni að komast undan málsókn eða fullnustu refsingar,“ segir svo í úrskurði héraðsdóms. Dómurinn féllst á kröfu lögreglunnar um farbann en áréttaði að lögreglunni bæri að sem kostur er að hraða meðferð málsins. Það hafi ekki verið skýrt með viðhlítandi hætti fyrir dóminum hvers vegna tilbúna ákæru „taki heila viku til viðbótar til útgáfu eða hvers vegna staða málsins sé þessi með hliðsjón af því að sækjandi lýsti því yfir hér fyrir dóminum fyrir fjórum vikum síðan að rannsókn málsins væri lokið.“
Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira