Ætla að efna til hönnunarsamkeppni um sundlaug í Fossvogsdal Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2018 10:09 Mælst er til þess að sundlaugin verði staðsett nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Borgarráð hefur samþykkt að gert verði ráð fyrir sundlaug við gerð deiliskipulags í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Verður það gert í samræmi við niðurstöður sameiginlegs starfshóps Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Samþykkti borgarráð að efna til hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær skulu standa saman að. Í niðurstöðum starfshópsins kom fram sundlaugin eigi að vera að lágmarki 25 metra löng og 12,5 metra breið og að í henni eigi að fara fram skólasund á vegum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Þá á sundlaugin að nýtast sem hverfissundlaug fyrir Fossvogsbúa beggja vegna dalsins. Vill starfshópurinn að laugin verði í góðu skjóli og að lágmarki með einum heitum potti. Í úttekt starfshópsins kom fram að farið var yfir reynslu af skólasundlaugum við Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. Þær sundlaugar hafa verið lítið nýttar af almenningi sem gerir kröfu um að minnsta kosti einn heitu pottur fylgi sundlaug. Ekki er mælt fyrir því að koma fyrir rennibrautum né leiksvæðum til þess að leggja áherslu á tilgang laugarinnar, það er útilaug sem þjónar skólasundi á daginn og hverfinu eftir skólatíma. Starfshópurinn hafði þó áhyggjur af því að of mikil ásókn gæti skapað vanda vegna umferðar. Snemma kom upp hugmynd um að ekki yrði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti við sundlaugina svo þeir komi frekar gangandi eða hjólandi. Á móti yrði gert ráð fyrir gönguleiðum frá bílastæðum Fossvogsskóla og Snælandsskóla. Í niðurstöðu starfshópsins kom fram að einungis skuli gera ráð fyrir aðkomu bíla vegna aðfanga og til að uppfylla kröfur vegna fatlaðra sundlaugargesta. Að öðru leyti erum að ræða „græna“ sundlaug þar sem gert er ráð fyrir því að gestir laugarinnar komi gangandi eða hjólandi. Reykjavík Skipulag Sundlaugar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að gert verði ráð fyrir sundlaug við gerð deiliskipulags í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Verður það gert í samræmi við niðurstöður sameiginlegs starfshóps Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Samþykkti borgarráð að efna til hönnunarsamkeppni sem Reykjavíkurborg og Kópavogsbær skulu standa saman að. Í niðurstöðum starfshópsins kom fram sundlaugin eigi að vera að lágmarki 25 metra löng og 12,5 metra breið og að í henni eigi að fara fram skólasund á vegum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Þá á sundlaugin að nýtast sem hverfissundlaug fyrir Fossvogsbúa beggja vegna dalsins. Vill starfshópurinn að laugin verði í góðu skjóli og að lágmarki með einum heitum potti. Í úttekt starfshópsins kom fram að farið var yfir reynslu af skólasundlaugum við Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla. Þær sundlaugar hafa verið lítið nýttar af almenningi sem gerir kröfu um að minnsta kosti einn heitu pottur fylgi sundlaug. Ekki er mælt fyrir því að koma fyrir rennibrautum né leiksvæðum til þess að leggja áherslu á tilgang laugarinnar, það er útilaug sem þjónar skólasundi á daginn og hverfinu eftir skólatíma. Starfshópurinn hafði þó áhyggjur af því að of mikil ásókn gæti skapað vanda vegna umferðar. Snemma kom upp hugmynd um að ekki yrði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir gesti við sundlaugina svo þeir komi frekar gangandi eða hjólandi. Á móti yrði gert ráð fyrir gönguleiðum frá bílastæðum Fossvogsskóla og Snælandsskóla. Í niðurstöðu starfshópsins kom fram að einungis skuli gera ráð fyrir aðkomu bíla vegna aðfanga og til að uppfylla kröfur vegna fatlaðra sundlaugargesta. Að öðru leyti erum að ræða „græna“ sundlaug þar sem gert er ráð fyrir því að gestir laugarinnar komi gangandi eða hjólandi.
Reykjavík Skipulag Sundlaugar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira