Sannleikurinn um Trump Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun