Sannleikurinn um Trump Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Allt frá þeim ólánsdegi þegar Bandaríkjamönnum varð það á að velja Donald Trump forseta sinn hafa orð og gjörðir forsetans verið með endemum, nánast dag hvern. Nú er hann upptekinn við að koma á viðskiptastríði við Kína og nýbúinn að ráða sem þjóðaröryggisráðgjafa John Bolton, mann sem hefur lýst því yfir að varpa ætti sprengjum á Íran og Norður-Kóreu. Sjálfsagt hefur Trump Bolton með sér þegar hann ræðir nauðsyn heimsfriðar við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Það verður nokkuð súrrealískt að fylgjast með þeim kumpánum ræða friðarmál. Kim Jong-un ber ábyrgð á skelfilegri eymd landsmanna sinna og Trump verður seint kallaður friðflytjandi. Trump hefur ekki einu sinni tekist að skapa starfsfrið í Hvíta húsinu, þvert á móti ríkir þar upplausn og ófriður. Frá upphafi valdatíðar Trumps gáfu andstæðingar hans honum engin grið. Ljóst var að þeir ætluðu honum allt hið versta. Mildum og viðkvæmum sálum kann að hafa fundist andstaðan of harkaleg, það er jú góð regla að gefa einstaklingum tíma til að sanna sig í nýju starfi. Trump féll hins vegar á hverju prófinu á fætur öðru og hefur ekkert af því lært. Á stuttum valdatíma sínum hefur hann afrekað það að vera versti forseti í sögu Bandaríkjanna. Umheimurinn fylgist agndofa með farsanum í Hvíta húsinu þar sem starfsdagurinn byrjar á glórulausu tísti frá forsetanum þar sem hann skammast og bölsótast. Ekki hæfir þetta forseta, enda eru hörð orð viðhöfð um Trump víða um heim, einnig hér á landi. Að vísu fékk þingmaður Pírata, Ásta Guðrún Helgadóttir, bágt fyrir á ýmsum stöðum þegar hún í byrjun síðasta árs kallaði Donald Trump fasista í ræðustól Alþingis. Trump var þá nýtekinn við embætti og einhverjum þingmönnum fannst óþarft að dæma hann svo hart. Ásta sýndi enga iðrun heldur benti á máli sínu til stuðnings að Trump sýndi vanvirðingu mannréttindum, kvenréttindum, alþjóðaskuldbindingum, fólki og öðrum löndum. Það gerði Trump þá og það gerir hann enn. Það er einkennilegt til þess að vita að samkvæmt íslenskum hegningarlögum væri hægt að draga einstakling fyrir dóm vegna móðgandi ummæla um Bandaríkjaforseta og dæma viðkomandi í sekt eða jafnvel setja í tukthús í sex ár ef móðgunin þykir ógurleg. Þetta mun vitaskuld ekki gerast í upplýstu samfélagi eins og okkar. Það er hins vegar gagnrýnivert að þetta ákvæði skuli enn vera til. Því hefði átt að kasta út í hafsauga fyrir löngu. Lög eiga að vera í takti við samtímann, ekki endurspegla löngu úreld viðhorf. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem snýr að því að afnema þetta ákvæði. Vitaskuld á að ganga hratt fyrir sig að afgreiða mál eins og þetta. Það á ekki að vera refsivert samkvæmt lögum að segja sannleikann um Donald Trump og kumpána.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun