Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. mars 2018 05:37 Barn bólusett við barnaveiki um miðjan þennan mánuð. Yfir þúsund börn fengu sóttina í ágúst í fyrra. Vísir/EPA UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
UNICEF hafa kallað eftir því að 350 milljónir dollara verði veittar í neyðaraðstoð. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er hugsaður til að fæða sveltandi börn í hinu stríðshrjáða Jemen. Framkvæmdastjóri samtakanna í Norður-Afríku og Miðausturlöndum segir upphæðina vera smáræði í samanburði við þá fjármuni sem eytt er í stríðsrekstur í landinu. „Fyrir árið 2018 hefur UNICEF beðið um 350 milljónir dollara til að verja í neyðaraðstoð. Það er smáræði miðað við þær upphæðir sem renna til stríðsreksturs ár hvert. Við erum að fara fram á smáræði,“ segir Geert Cappalaere en hann gegnir fyrrgreindri framkvæmdastjórastöðu. Á frummálinu hafði Cappalaere notað orðið „peanuts“, eða jarðhnetur, til að lýsa upphæðinni. Ummælunum var nokkuð greinilega beint að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en í liðinni viku notaði forsetinn sama orð til að lýsa12,5 milljarða dollara vopnasölusamkomulagi Bandaríkjanna við Sádi-Arabíu. Til að setja tölurnar í samhengi þá eru 350 milljónir dollara andvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna. 12,5 milljarðar dollara aftur á móti myndu útleggjast sem rúmlega billjarður íslenskra króna og 237 milljörðum betur. Fyrir vopnasamkomulag Sáda mætti því leggja út fyrir umbeðinni þörf UNICEF 35 sinnum og samt eiga 250 milljónir dollara í afgang.80 prósent undir fátæktarmörkum Trump lét ummælin falla á fundi með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi-Arabíu, á fundi þeirra í Hvíta húsinu síðastliðinn þriðjudag. Uppreisnarmenn Húta steyptu stjórnvöldum í Jemen af stóli fyrir sléttum þremur árum. Síðan þá hafa Sádar farið fyrir sveitum sem berjast gegn uppreisnarmönnunum. Áætlað er að 10 þúsund manns hafi fallið í stríðinu og meira en 40 þúsund hafi særst. Hungursneyð ríkir í landinu auk þess að kólera og barnaveiki hafa dregið þúsundir til dauða. Íbúar í Jemen eru um 8,4 milljónir en áætlað er að fjórir af hverjum fimm séu undir fátæktarmörkum. „Árið 2017 voru fimm jemensk börn drepin daglega í átökunum. Hvert einasta barn í landinu er í bráðri þörf fyrir neyðaraðstoð,“ segir Cappalaere. „Hvorugur deiluaðila – eða þeir sem hafa áhrif á þá – hefur sýnt nokkra virðingu í garð barna eða óbreyttra borgara sem byggja landið.“ Grunur leikur á því að stríðsglæpir hafi verið framdir í landinu af hálfu beggja aðila. Auk Húta og sveita Sáda er flokkur minni skærusamtaka sem taka þátt í átökunum. Grunur leikur á að hluti þeirra sé dyggilega studdur af Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. 20. febrúar 2018 16:32