Leyndardómar Laugardalsstúku Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2018 09:15 Stúkan við Laugardalslaug má muna sinn fífil fegurri. Tímabært er að ráðast í viðhald en það kostar sitt. visir/rakel Stúkan sem stendur við Laugardalslaug hlýtur að teljast eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Einkennandi fyrir svæðið allt, dalinn, glæsileg og dularfull í senn. Tákn um stórhug Íslendinga. Á árum áður var þetta háreist bygging en með tímanum hafa nálæg tré og byggingar gert minna úr henni þannig að hún er farin að falla inní hverfið og lætur ekki eins mikið til sín taka og fyrr. Blaðamaður og ljósmyndari Vísis komust óvænt inn í dularfull salarkynni og skúmaskot í stúkunni og þar kom eitt og annað leyndardómsfullt á daginn. Svo sem dularfullt orgel og leirtau.Bágborið ástand á stúkunni allri Stúkan öll er í slæmu ásigkomulagi en ekkert liggur fyrir hvað á að gera við hana; hvort til stendur að rífa bygginguna eða lappa uppá hana.Bak við stúkuna leynast þessar vistarverur. Og þar var sérkennilegt um að litast.visir/rakel„Það er rétt að stúkan er lokuð og er í frekar bágu ásigkomulagi,“ segir Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar spurður um bygginguna. Hann segir að það sé verið að taka umhverfi Laugardagslaugar í gegn og fegra með nýrri hellulögn og fleiru. En, það er ekkert deiliskipulag í gangi varðandi stúkuna. Þar er ýmis starfsemi í gangi á jarðhæð, aðstaða fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað,“ segir Bjarni. En, svo er það efri hæðin bakatil sem við eigum eftir að kynnast nánar.Kostnaðarsamt að gera við stúkuna Einar Sveinsson arkitekt og húsasmíðameistari borgarinnar teiknaði bæði laugina og stúkuna auk þeirra Bjarna Konráðssonar og Jens Einars Þorsteinssonar. Að sögn Bjarna heyrir byggingin, sem og aðrar byggingar í eigu Reykjavíkurborgar, undir eignasjóð og viðhald er á könnu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis og skipulagssviðs. Það var og.Í einu horninu var yfirgefið orgel. Ekki liggur fyrir hver á það, hvenær því var komið þarna fyrir né af hverjum. En, þarna er það í þögninni.visir/rakel„Það hafa ekki komið neinar staðfestar hugmyndir um að rífa stúkuna eða aðra notkun á henni. Líklegra er að það verði gert við hana en það er kostnaðarsamt og hefur ekki verið ákveðið.“Fúkkalykt í skúmaskotum Byggingin er einstök. Og bak við stúkuna eru veglegar tröppur og þar eru salarkynni sem ekki hefur verið vitað hvað hýsti. Þegar útsendarar Vísis áttu þar leið um bar svo til að hurðirnar þar inn voru opnar og í nafni upplýsingarinnar spurðu blaðamaður og ljósmyndari hvorki kóng né prest og ráku þar inn nefið. Og það sem nefið nam var megn fúkkalykt.Í skúmaskotum herbergjanna sem eru í stúku Laugardalslaugar er ekki margt að finna nema nokkra kassa af matarstelli. Illa í sveit sett þar.visir/rakelLjóst má vera að þarna var engin starfsemi og hefur sennilega aldrei verið. Þrátt fyrir húsnæðisskort og vöntun á plássi hefur skrifstofa eigna og atvinnuþróunar og umhverfis og skipulagssviðs aldrei séð neina sérstaka ástæðu til að nýta þetta rými. Ekki einu sinni sem geymslu.Dularfulla orgelið í stúkunni Vegsummerki; sönnunargögnin eða vísbendingarnar, sem mátti finna þarna voru komin til ára sinna. Þarna voru nokkur herbergi, vel undir súð eðli máls samkvæmt og svo skot innaf þeim. Munirnir sem voru þarna komu á óvart; gamalt fótstigið orgel undir teppi. Blaðamaður gat ekki stillt sig um að prófa að stíga það og pota í hljómborðið en hljóðfærið var rammfalskt og hafði greinilega verið þarna árum saman. Þá var þarna matar- og bollastell í nokkrum kössum.Blaðamaður reyndi sig við þetta sérkennilega og forna tæki sem virðist til þess gert að mæla togkraft.visir/rakelRafmagnstöflur voru þarna en ævafornar og komnar til ára sinna. Og dularfullt fornt tæki sem hafði verið fest þarna á vegg, væntanlega til að mæla togkraft. Þá vitum við það. Annars var þarna ekki margt að finna og talsvert pláss ónýtt. Í einum endanum hafði greinlega verið gert ráð fyrir salernisaðstöðu, í sæmilega góðu rými en þar höfðu ekki verið settar upp neinar hlandskálar, klósett eða vaskar. Þó í þessu rými væri veruleg fúkkalykt og heldur óvislegt var ekki svo að þarna væri sóðalegt. Engir kettir eða annað kvikt virðist hafa komist þarna inn í skjól, þannig að væntanlega hafa þessar vistarverur verið kyrfilega aflæstar.Glæsilegasta sundlaug í Evrópu Að endingu örlítil sagnfræði: „Þetta er glæsilegasta sundlaug, sem ég hef séð í Evrópu,“ sagði Frede Borre, forseti danska sundsambandsins um sundlaugina í Laugardal.Húsakynnin í stúkunni við Laugardal eru dularfull og þangað virðist ekki nokkur maður hafa komið lengi.visir/rakelÞetta má lesa í Morgunblaðinu laugardag 23. júlí 1966. Blaðamaður segir að hún sé óneitanlega glæsilegt mannvirki þarna sem hún stendur við Sundlaugaveginn. „Aðalbyggingin, sem hefur að geyma fataherbergi, böðin og áhorfendasvæðin, stendur götumegin, en að baki hennar er svo sundlaugin. Hún er 50 metrar að lengd, og rúmir 20 metrar á breidd, og er því lögleg fyrir heimsmeistarakeppnir,“ segir í Mogganum. Ljóst er að stórhugur einkenndi þjóðina, þá sem nú og oftast nær. „Það er einmitt í þessari nýju útilaug, sem okkar beztu sundmenn munu heyja landskeppni við Dani í sundi núna í dag og á morgun, sunnudag.“ Laugardalslaugin verður þó ekki opinberlega vígð við það tækifæri, því að ýmislegt á enn eftir að gera.“ Fram kemur að áhorfendastúkurnar eigi að geta tekið 2.600 manns í sæti. Þetta var árið 1966. En heldur hefur verið tómlegt um að litast þar undanfarin árin. Helst er að á sólríkum sumardögum laumist einn og einn sundlaugagestur þarna upp í pallana til að sóla sig.Ekkert stoppar graffarana. Hér er ýmsum spurningum ósvarað. Hver er Jón verkstjóri? Og, hvaða glæpir voru þess eðlis að menn fengju að dúsa í hinum hættulega skammarkróki?visir/rakelHinum megin er svo stúkan sjálf, sætin sem ætluð voru undir 2.600 Íslendinga sem mættu til að hvetja sundkappana til dáða.visir/rakelÚrsérgengnar rafmagnstöflur eru safngripir og ef til vill eitthvað sem Rafiðnaðarsambandið vill taka til athugunar.visir/rakel Reykjavík Skipulag Sund Sundlaugar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Stúkan sem stendur við Laugardalslaug hlýtur að teljast eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Einkennandi fyrir svæðið allt, dalinn, glæsileg og dularfull í senn. Tákn um stórhug Íslendinga. Á árum áður var þetta háreist bygging en með tímanum hafa nálæg tré og byggingar gert minna úr henni þannig að hún er farin að falla inní hverfið og lætur ekki eins mikið til sín taka og fyrr. Blaðamaður og ljósmyndari Vísis komust óvænt inn í dularfull salarkynni og skúmaskot í stúkunni og þar kom eitt og annað leyndardómsfullt á daginn. Svo sem dularfullt orgel og leirtau.Bágborið ástand á stúkunni allri Stúkan öll er í slæmu ásigkomulagi en ekkert liggur fyrir hvað á að gera við hana; hvort til stendur að rífa bygginguna eða lappa uppá hana.Bak við stúkuna leynast þessar vistarverur. Og þar var sérkennilegt um að litast.visir/rakel„Það er rétt að stúkan er lokuð og er í frekar bágu ásigkomulagi,“ segir Bjarni Brynjólfsson upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar spurður um bygginguna. Hann segir að það sé verið að taka umhverfi Laugardagslaugar í gegn og fegra með nýrri hellulögn og fleiru. En, það er ekkert deiliskipulag í gangi varðandi stúkuna. Þar er ýmis starfsemi í gangi á jarðhæð, aðstaða fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað,“ segir Bjarni. En, svo er það efri hæðin bakatil sem við eigum eftir að kynnast nánar.Kostnaðarsamt að gera við stúkuna Einar Sveinsson arkitekt og húsasmíðameistari borgarinnar teiknaði bæði laugina og stúkuna auk þeirra Bjarna Konráðssonar og Jens Einars Þorsteinssonar. Að sögn Bjarna heyrir byggingin, sem og aðrar byggingar í eigu Reykjavíkurborgar, undir eignasjóð og viðhald er á könnu skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis og skipulagssviðs. Það var og.Í einu horninu var yfirgefið orgel. Ekki liggur fyrir hver á það, hvenær því var komið þarna fyrir né af hverjum. En, þarna er það í þögninni.visir/rakel„Það hafa ekki komið neinar staðfestar hugmyndir um að rífa stúkuna eða aðra notkun á henni. Líklegra er að það verði gert við hana en það er kostnaðarsamt og hefur ekki verið ákveðið.“Fúkkalykt í skúmaskotum Byggingin er einstök. Og bak við stúkuna eru veglegar tröppur og þar eru salarkynni sem ekki hefur verið vitað hvað hýsti. Þegar útsendarar Vísis áttu þar leið um bar svo til að hurðirnar þar inn voru opnar og í nafni upplýsingarinnar spurðu blaðamaður og ljósmyndari hvorki kóng né prest og ráku þar inn nefið. Og það sem nefið nam var megn fúkkalykt.Í skúmaskotum herbergjanna sem eru í stúku Laugardalslaugar er ekki margt að finna nema nokkra kassa af matarstelli. Illa í sveit sett þar.visir/rakelLjóst má vera að þarna var engin starfsemi og hefur sennilega aldrei verið. Þrátt fyrir húsnæðisskort og vöntun á plássi hefur skrifstofa eigna og atvinnuþróunar og umhverfis og skipulagssviðs aldrei séð neina sérstaka ástæðu til að nýta þetta rými. Ekki einu sinni sem geymslu.Dularfulla orgelið í stúkunni Vegsummerki; sönnunargögnin eða vísbendingarnar, sem mátti finna þarna voru komin til ára sinna. Þarna voru nokkur herbergi, vel undir súð eðli máls samkvæmt og svo skot innaf þeim. Munirnir sem voru þarna komu á óvart; gamalt fótstigið orgel undir teppi. Blaðamaður gat ekki stillt sig um að prófa að stíga það og pota í hljómborðið en hljóðfærið var rammfalskt og hafði greinilega verið þarna árum saman. Þá var þarna matar- og bollastell í nokkrum kössum.Blaðamaður reyndi sig við þetta sérkennilega og forna tæki sem virðist til þess gert að mæla togkraft.visir/rakelRafmagnstöflur voru þarna en ævafornar og komnar til ára sinna. Og dularfullt fornt tæki sem hafði verið fest þarna á vegg, væntanlega til að mæla togkraft. Þá vitum við það. Annars var þarna ekki margt að finna og talsvert pláss ónýtt. Í einum endanum hafði greinlega verið gert ráð fyrir salernisaðstöðu, í sæmilega góðu rými en þar höfðu ekki verið settar upp neinar hlandskálar, klósett eða vaskar. Þó í þessu rými væri veruleg fúkkalykt og heldur óvislegt var ekki svo að þarna væri sóðalegt. Engir kettir eða annað kvikt virðist hafa komist þarna inn í skjól, þannig að væntanlega hafa þessar vistarverur verið kyrfilega aflæstar.Glæsilegasta sundlaug í Evrópu Að endingu örlítil sagnfræði: „Þetta er glæsilegasta sundlaug, sem ég hef séð í Evrópu,“ sagði Frede Borre, forseti danska sundsambandsins um sundlaugina í Laugardal.Húsakynnin í stúkunni við Laugardal eru dularfull og þangað virðist ekki nokkur maður hafa komið lengi.visir/rakelÞetta má lesa í Morgunblaðinu laugardag 23. júlí 1966. Blaðamaður segir að hún sé óneitanlega glæsilegt mannvirki þarna sem hún stendur við Sundlaugaveginn. „Aðalbyggingin, sem hefur að geyma fataherbergi, böðin og áhorfendasvæðin, stendur götumegin, en að baki hennar er svo sundlaugin. Hún er 50 metrar að lengd, og rúmir 20 metrar á breidd, og er því lögleg fyrir heimsmeistarakeppnir,“ segir í Mogganum. Ljóst er að stórhugur einkenndi þjóðina, þá sem nú og oftast nær. „Það er einmitt í þessari nýju útilaug, sem okkar beztu sundmenn munu heyja landskeppni við Dani í sundi núna í dag og á morgun, sunnudag.“ Laugardalslaugin verður þó ekki opinberlega vígð við það tækifæri, því að ýmislegt á enn eftir að gera.“ Fram kemur að áhorfendastúkurnar eigi að geta tekið 2.600 manns í sæti. Þetta var árið 1966. En heldur hefur verið tómlegt um að litast þar undanfarin árin. Helst er að á sólríkum sumardögum laumist einn og einn sundlaugagestur þarna upp í pallana til að sóla sig.Ekkert stoppar graffarana. Hér er ýmsum spurningum ósvarað. Hver er Jón verkstjóri? Og, hvaða glæpir voru þess eðlis að menn fengju að dúsa í hinum hættulega skammarkróki?visir/rakelHinum megin er svo stúkan sjálf, sætin sem ætluð voru undir 2.600 Íslendinga sem mættu til að hvetja sundkappana til dáða.visir/rakelÚrsérgengnar rafmagnstöflur eru safngripir og ef til vill eitthvað sem Rafiðnaðarsambandið vill taka til athugunar.visir/rakel
Reykjavík Skipulag Sund Sundlaugar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira