„Drullufúll“ með ákvörðun Framsóknar og hugsar sinn gang Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2018 20:50 Birgir Örn Guðjónsson er þó hvergi banginn og ætlar að halda áfram að vinna að betra samfélagi að eigin sögn. Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Birgir Örn Guðjónsson, líklega þekktastur sem Biggi lögga, bauð fram krafta sína hjá Framsóknarflokknum í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna í vor. Skemmst er frá því að segja að kraftar Birgis Arnar voru afþakkaðir.Framsókn kynnti samstarf sitt við óháða í komandi kosningum í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður Sigurður Inga Jóhannssonar samgönguráðherra, leiðir listann sem segir til í að vinna með öllum stjórnmálaflokkum að betri bæ. „Þá hefur Framsókn í Hafnarfirði birt listann fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Einhverjir bjuggust kannski við að nafnið mitt yrði á þeim lista. Margir innan og utan flokksins höfðu rætt við mig og hvatt mig til að gefa kost á mér. Í upphafi árs var ég að vísu hvattur til að bjóða mig fram sem oddviti Framsóknar í Borginni og höfðu ýmsir fjölmiðlar samband við mig í kjölfarið til að reyna að fá svar við því. Ég sagði þá að sjálfsögðu að þar sem ég byggi ekki í Reykjavík væri það ekki að fara að gerast,“ segir Birgir Örn í pistli á Facebook.Svona er pólitíkin Vegna áhuga hans á málefnum samfélagsins í allri sinni mynd og vilja til að láta til sín taka á því sviði hefði hann ákveðið að bjóða fram krafta sína í Firðinum, í nafni Framsóknar. „Mörg ykkar vissuð það og því vildi ég segja ykkur frá því hvað breyttist. Það er bara skemmst frá því að segja að uppstillinganefnd flokksins hafnaði mér algjörlega. Þannig er því staðan. Ég skal viðurkenna að ég var drullu fúll, enda var ég með ákveðnar hugmyndir og algjörlega tilbúinn í verkefnið. En svona er víst pólitíkin segja sumir.“ Birgir Örn þakkar hvatninguna og segir leitt að geta ekki tekið baráttu sína lengra. „Jafn afdráttarlaus höfnun og þetta fær mig samt eðlilega til að hugsa minn gang. Hvar ég nýti krafta mína í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Það eina sem ég veit er að ég mun halda ótrauður áfram baráttunni fyrir bættu samfélagi, hvort sem það er innan Hafnarfjarðar eða í landinu öllu.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira