Meistaranám í máltækni við HÍ og HR tryggt næstu fimm árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 16:47 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, við undirritun samningsins á föstudag. Mynd/HÁSKÓLI ÍSLANDS Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Nemendur geta innritast í hvorn skólann sem er en tekið hluta af námi sínu við hinn skólann eða erlendan samstarfsskóla. Síðast var innritað í meistaranám í máltækni hér á landi árið 2015. Samningurinn var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 23. mars að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sérstök nefnd með fulltrúum beggja skóla, HR og HÍ, hefur umsjón með samningnum sem er til fimm ára.Sjá einnig: Hætta á stafrænum tungumáladauða íslenskunnarMáltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með, skilið og talað tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Fræðigreinin er talin munu gegna mikilvægu hlutverki í varðveislu lítilla tungumála eins og íslensku og telst nauðsynleg samfara hröðum tækniframförum í samfélaginu. Þá hefur lengi verið kallað eftir því að íslensk máltækni verði efld en HÍ og HR hafa undanfarinn áratug þróað námsleiðina í máltækni. Skólarnir hafa hingað til tekið inn nemendur annað hvert ár og nú síðast árið 2015, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Í fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var gert ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni árið 2018. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar.Þrjár innritunarleiðir Samkvæmt samningnum sem undirritaður var á föstudag munu báðir háskólar bjóða upp á meistaranám í máltækni. Um er að ræða þrjár innritunarleiðir: Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og útskrifast þaðan með M.Sc.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskóla Íslands án þess að greiða þar innritunargjöld. Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.A.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskólann í Reykjavík án þess að greiða þar skólagjöld. Nemendur geta innritast á máltæknikjörsvið innan meistaranáms í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.S.-próf í tölvunarfræði. Þeir geta tekið námskeið við Íslensku- og menningardeild en ekki námskeið við Háskólann í Reykjavík nema greiða þar skólagjöld. Einnig verður mögulegt fyrir nemendur að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu námsins hjá HR og hjá HÍ. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Nemendur geta innritast í hvorn skólann sem er en tekið hluta af námi sínu við hinn skólann eða erlendan samstarfsskóla. Síðast var innritað í meistaranám í máltækni hér á landi árið 2015. Samningurinn var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 23. mars að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sérstök nefnd með fulltrúum beggja skóla, HR og HÍ, hefur umsjón með samningnum sem er til fimm ára.Sjá einnig: Hætta á stafrænum tungumáladauða íslenskunnarMáltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með, skilið og talað tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Fræðigreinin er talin munu gegna mikilvægu hlutverki í varðveislu lítilla tungumála eins og íslensku og telst nauðsynleg samfara hröðum tækniframförum í samfélaginu. Þá hefur lengi verið kallað eftir því að íslensk máltækni verði efld en HÍ og HR hafa undanfarinn áratug þróað námsleiðina í máltækni. Skólarnir hafa hingað til tekið inn nemendur annað hvert ár og nú síðast árið 2015, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Í fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var gert ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni árið 2018. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar.Þrjár innritunarleiðir Samkvæmt samningnum sem undirritaður var á föstudag munu báðir háskólar bjóða upp á meistaranám í máltækni. Um er að ræða þrjár innritunarleiðir: Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og útskrifast þaðan með M.Sc.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskóla Íslands án þess að greiða þar innritunargjöld. Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.A.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskólann í Reykjavík án þess að greiða þar skólagjöld. Nemendur geta innritast á máltæknikjörsvið innan meistaranáms í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.S.-próf í tölvunarfræði. Þeir geta tekið námskeið við Íslensku- og menningardeild en ekki námskeið við Háskólann í Reykjavík nema greiða þar skólagjöld. Einnig verður mögulegt fyrir nemendur að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu námsins hjá HR og hjá HÍ.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30
Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30
Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48