Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira