Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 10:30 Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. Vísir/afp Tugþúsundir Slóvaka fylktu liði í gær og mótmæltu spillingu í höfuðborginni í gær. Eftir að ófullgerð grein rannsóknarblaðamannsins Jan Kuciak, sem var myrtur, var birt í lok febrúar blossaði upp mikil reiði á meðal landsmanna í Slóvakíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisúvarpsins BBC. Að minnsta kosti 40.000 manns voru á mótmælunum sem reyndust vera þau fjölmennustu frá falli kommúnismans. Þess er krafist að forsætisráðherra landsins, Robert Fico, stígi til hliðar. Hann, ásamt ríkisstjórn, hafi ekki náð að uppræta meinta spillingu en nánir samstarfsmenn forsætisráðherrans eru bornir þungum sökum í fréttinni.„Ég þrái sómasamlega Slóvakíu. Land þar sem ríkisstjórnin vinnur í þágu fólksins í stað þess að vinna í eigin þágu,“ hefur fréttastofa AFP eftir mótmælanda á staðnum. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova fundust látin á heimili þeirra þann 25 febrúar. Kuciak vann að frétt um spillingu í stjórnmálastéttinni þegar hann var skotinn til bana ásamt unnustu sinni. Fréttin sem Kuciak vann að tengir innlend stjórnvöld við ítölsku mafíuna. Í fréttinni er því haldið fram að ítalskir kaupsýslumenn, með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta, hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nána samstarfsmenn forsætisráðherra, Robert Fico. Fréttin hans sem var þó ekki fullunnin var birt eftir dauða hans seint í febrúar. Hún varpar sem fyrr segir ljósi á spillingu í efri lögum samfélagsins í Slóvakíu og hefur frétt blaðamannsins helsta ástæða þess að fólkið hélt út á göturnar til að mótmæla. Nokkrir þeirra sem nefndir voru í frétt Kuciaks voru handteknir en þeim var seinna sleppt. Engin ákæra hefur verið lögð fram í málinu enn sem komið er.Í myndskeiðinu að neðan er myndefni frá útför blaðamannsins Jans Kuciak frá fréttastofu AFP. Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Tugþúsundir Slóvaka fylktu liði í gær og mótmæltu spillingu í höfuðborginni í gær. Eftir að ófullgerð grein rannsóknarblaðamannsins Jan Kuciak, sem var myrtur, var birt í lok febrúar blossaði upp mikil reiði á meðal landsmanna í Slóvakíu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisúvarpsins BBC. Að minnsta kosti 40.000 manns voru á mótmælunum sem reyndust vera þau fjölmennustu frá falli kommúnismans. Þess er krafist að forsætisráðherra landsins, Robert Fico, stígi til hliðar. Hann, ásamt ríkisstjórn, hafi ekki náð að uppræta meinta spillingu en nánir samstarfsmenn forsætisráðherrans eru bornir þungum sökum í fréttinni.„Ég þrái sómasamlega Slóvakíu. Land þar sem ríkisstjórnin vinnur í þágu fólksins í stað þess að vinna í eigin þágu,“ hefur fréttastofa AFP eftir mótmælanda á staðnum. Blaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans Martina Kusnirova fundust látin á heimili þeirra þann 25 febrúar. Kuciak vann að frétt um spillingu í stjórnmálastéttinni þegar hann var skotinn til bana ásamt unnustu sinni. Fréttin sem Kuciak vann að tengir innlend stjórnvöld við ítölsku mafíuna. Í fréttinni er því haldið fram að ítalskir kaupsýslumenn, með tengsl við ítölsku mafíuna 'Ndrangheta, hafi komið sér fyrir í fátæku héraði í austurhluta Slóvakíu. Þar hafi þeir árum saman dregið sér fé frá Evrópusambandinu. Þá er því einnig haldið fram að kaupsýslumennirnir hafi ræktað tengsl við háttsetta embættismenn, þar á meðal nána samstarfsmenn forsætisráðherra, Robert Fico. Fréttin hans sem var þó ekki fullunnin var birt eftir dauða hans seint í febrúar. Hún varpar sem fyrr segir ljósi á spillingu í efri lögum samfélagsins í Slóvakíu og hefur frétt blaðamannsins helsta ástæða þess að fólkið hélt út á göturnar til að mótmæla. Nokkrir þeirra sem nefndir voru í frétt Kuciaks voru handteknir en þeim var seinna sleppt. Engin ákæra hefur verið lögð fram í málinu enn sem komið er.Í myndskeiðinu að neðan er myndefni frá útför blaðamannsins Jans Kuciak frá fréttastofu AFP.
Slóvakía Tengdar fréttir Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49
Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17