Domino's Körfuboltakvöld: Úrvalslið seinni hlutans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 12:15 Úrvalslið seinni 11 umferða Domino's deildar karla að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds skjáskot Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira