„Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 22:47 Bílalest myndaðist vegna slyssins í dag. mynd: Jóna Fanney Friðriksdóttir Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Vel hefur gengið að koma umferð af stað á ný eftir að þjóðvegur 1 var opnaður í kjölfar bílslyss við Iðjuvelli, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann teldi að umferðarteppan sem myndaðist vegna slyssins væri að leysast. „Ég geng út frá því að þetta gangi vel,“ sagði Oddur. Einbreið brú er á svæðinu og lögregluþjónar hafa stýrt umferð þar eftir að vegurinn opnaði á ný. Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi við Iðjuvelli um fjögurleytið í dag og var veginum lokað í báðar áttir í kjölfarið. Engin hjáleið var opin meðan á rannsókninni stóð og myndaðist því töluverð umferðarteppa. Þrír voru fluttir með þyrlu á sjúkrahúss í kjölfar slyssins en ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Mikill viðbúnaður var á slysstað við Iðjuvelli í dag.Mynd: Jóna Fanney FriðriksdóttirMiklir hagsmunir í húfiVísir greindi frá því fyrr í kvöld að rútur sætu fastar á þjóðveginum en fararstjóri frá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki sagðist hissa á hversu langan tíma aðgerðir lögreglu tækju. Að sögn fararstjórans mynduðust margra kílómetra langar bílaraðir í báðar áttir frá slysstaðnum og voru margir farþegar orðnir þreyttir og svangir. Veitingastaður í Vík hugðist opna dyr sínar fyrir svanga ferðalanga sem lent höfðu í töfunum. „Fólk hefur setið hér í fimm klukkustundir án þess að fá vott né þurt og engar upplýsingar heldur. En auðvitað skildu allir allt fyrstu klukkustundirnar en eru orðnir þreyttir núna eftir allan þennan tíma. Við horfðum á þyrluna fara en síðan hefur ekkert frést. Skiljanlega þarf að rannsaka en þetta tekur svo langan tíma,“ sagði Jóna Fanney þegar Vísir náði tali af henni meðan vegurinn var enn lokaður. Þjóðvegur eitt var opnaður á ný á níunda tímanum en aðspurður um hvers vegna rannsókn á vettvangi tók svo langan tíma segir Oddur að tíma taki að koma nauðsynlegum tækjum á staðinn og að rannsókn alvarlegra slysa þurfi að vera gaumgæfileg. „Það er ekkert verið að kasta til hendinni við svona rannsókn, það eru miklir hagsmunir í húfi og því þarf að gera þetta vel,“ segir Oddur.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57 Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33 Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi við Kirkjubæjarklaustur Vegurinn er lokaður í báðar áttir. 11. mars 2018 16:57
Föst í fimm tíma á þjóðveginum með ófríska konu í rútunni Harður árekstur tveggja bifreiða varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Kirkjubæjarklaustur um fjögurleytið í dag. Veginum var lokað í báðar áttir í nokkrar klukkustundir. 11. mars 2018 21:33
Þjóðvegur 1 opnaður fyrir umferð á ný Opnað verður fyrir umferð um Suðurlandsveg á næstu mínútum en loka þurfti veginum síðdegis eftir árektur tveggja bíla. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi verður umferð stýrt til að greiða úr þeirri biðröð sem hefur myndast. 11. mars 2018 20:29