Englendingar bíða eftir fréttum af Kane eins og við bíðum eftir fréttum af Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2018 15:00 Harry Kane og Gylfi Þór Sigurðsson eigast hér við á EM 2016. Vísir/Getty HM í fótbolta í Rússlandi er í hættu hjá fleirum en íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni því enski landsliðsframherjinn Harry Kane meiddist einnig í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Harry Kane meiddist á ökkla í leik Tottenham og Bournemouth og fór af velli eftir aðeins 34 mínútna leik. Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné en harkaði af sér og kláraði leikinn.Update: Mauricio Pochettino tells Sky Sports that Harry Kane will have a scan tomorrow and he is "concerned", but hopes he will recover quickly. Kane mood described as "positive" #ssn — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2018 Meiðsli Harry Kane komu til eftir að hann lenti í samstuði við Asmir Begovic, markvörð Bournemouth-liðsins. Kane skoraði reyndar þarna mark en markið var dæmt af vegna rangstöðu og enski framherjinn yfirgaf völlinn í kjölfarið. Báðir þurfa þeir Gylfi og Kane hinsvegar að fara í frekari skoðun í dag og þá kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru og hversu lengi þeir verða frá. Harry Kane yfirgaf Bournemouth á hækjum sem boðaði ekki gott fyrir framhaldið og það sem verra er að þessi meiðsli hans eru á stað sem Kane hefur oft meiðst á áður.19/05/2014 vs Wales [U21s] Kane - ankle injury - sidelined [26 days] 18/09/2016 vs Sunderland Kane - ankle injury - sidelined [49 days] 12/03/17 vs Millwall Kane - ankle injury - sidelined [27 days] 11/03/18 vs Bournemouth Kane - ankle injury - sidelined ??? pic.twitter.com/YXSgxkAz2i — Ben Dinnery (@BenDinnery) March 12, 2018 Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði Kane hafa meiðst á hægri ökkla og að þetta væru möguleg liðbandameiðsli. Kane varð fyrir svipuðum meiðslum á móti Sunderland snemma á síðasta tímabili. Kane var þá frá í tvo mánuði frá milli september og nóvember 2016 og hann var einnig frá í tvær og hálf viku frá mars til apríl 2017 vegna sömu meiðsla. Þessi hægri ökkli hans er því enn á ný til vandræða. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
HM í fótbolta í Rússlandi er í hættu hjá fleirum en íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni því enski landsliðsframherjinn Harry Kane meiddist einnig í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Harry Kane meiddist á ökkla í leik Tottenham og Bournemouth og fór af velli eftir aðeins 34 mínútna leik. Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á hné en harkaði af sér og kláraði leikinn.Update: Mauricio Pochettino tells Sky Sports that Harry Kane will have a scan tomorrow and he is "concerned", but hopes he will recover quickly. Kane mood described as "positive" #ssn — Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2018 Meiðsli Harry Kane komu til eftir að hann lenti í samstuði við Asmir Begovic, markvörð Bournemouth-liðsins. Kane skoraði reyndar þarna mark en markið var dæmt af vegna rangstöðu og enski framherjinn yfirgaf völlinn í kjölfarið. Báðir þurfa þeir Gylfi og Kane hinsvegar að fara í frekari skoðun í dag og þá kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru og hversu lengi þeir verða frá. Harry Kane yfirgaf Bournemouth á hækjum sem boðaði ekki gott fyrir framhaldið og það sem verra er að þessi meiðsli hans eru á stað sem Kane hefur oft meiðst á áður.19/05/2014 vs Wales [U21s] Kane - ankle injury - sidelined [26 days] 18/09/2016 vs Sunderland Kane - ankle injury - sidelined [49 days] 12/03/17 vs Millwall Kane - ankle injury - sidelined [27 days] 11/03/18 vs Bournemouth Kane - ankle injury - sidelined ??? pic.twitter.com/YXSgxkAz2i — Ben Dinnery (@BenDinnery) March 12, 2018 Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði Kane hafa meiðst á hægri ökkla og að þetta væru möguleg liðbandameiðsli. Kane varð fyrir svipuðum meiðslum á móti Sunderland snemma á síðasta tímabili. Kane var þá frá í tvo mánuði frá milli september og nóvember 2016 og hann var einnig frá í tvær og hálf viku frá mars til apríl 2017 vegna sömu meiðsla. Þessi hægri ökkli hans er því enn á ný til vandræða.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira