Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 23:29 Birgir Jakobsson, landlæknir. Vísir/Ernir Landlæknisembættið er eindregið á móti því að umskurður drengja falli undir hegningarlög. Þá óttast landlæknir að frumvarp þess efnis muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna.Í umsögn Embættis landlæknis um umskurðarfrumvarpið svokallaða segir að landlæknir fagni því að breytingar á lögum varðandi umskurð á drengjum séu til umræðu á Alþingi. „Hins vegar er embættið eindregið á móti því að umskurður á drengjum falli undir hegningarlög,“ segir þó enn fremur í umsögn.Trúar- og menningarlegar hliðar of ríkar Þá er landlæknir ósammála flutningsmönnum þegar þeir leggja „umskurð“ á stúlkubörnum til jafns við umskurð á drengjum. Þar að auki telur landlæknir að umskurður verði framkvæmdur á drengjum þrátt fyrir að aðgerðin verði bönnuð. „Það er álit Embættis landlæknis að trúarlegar og menningarlegar hliðar á þessu máli séu svo ríkar, að umskurður á forhúð drengja muni verða framkvæmdur um ófyrirsjánalega framtíð óháð því hvaða afstöðu heilbrigðiskerfið og samfélagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð. Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ segir í umsögn landlæknis. „Embætti landlæknis óttast að umrædd þingsályktunartillaga muni leiða til þess að þessar aðgerðir muni verða gerðar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi þeirra barna sem hér um ræðir.“Á fimmta hundrað lækna fagna frumvarpinu Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um almennt bann á umskurði barna er ansi umdeilt og vilja margir meina að með því að banna umskurð sé trúfrelsi ákveðinna hópa skert. Á meðal þeirra sem hafa andmælt frumvarpinu eru þýski kardinálinn Richard Marx og biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir. Aðrir segja að um sé að ræða mannréttindamál og að réttur barna vegi þyngra en trúfrelsi. Þá hafa á fimmta hundrað íslenskra lækna fagnað frumvarpinu. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Landlæknisembættið er eindregið á móti því að umskurður drengja falli undir hegningarlög. Þá óttast landlæknir að frumvarp þess efnis muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna.Í umsögn Embættis landlæknis um umskurðarfrumvarpið svokallaða segir að landlæknir fagni því að breytingar á lögum varðandi umskurð á drengjum séu til umræðu á Alþingi. „Hins vegar er embættið eindregið á móti því að umskurður á drengjum falli undir hegningarlög,“ segir þó enn fremur í umsögn.Trúar- og menningarlegar hliðar of ríkar Þá er landlæknir ósammála flutningsmönnum þegar þeir leggja „umskurð“ á stúlkubörnum til jafns við umskurð á drengjum. Þar að auki telur landlæknir að umskurður verði framkvæmdur á drengjum þrátt fyrir að aðgerðin verði bönnuð. „Það er álit Embættis landlæknis að trúarlegar og menningarlegar hliðar á þessu máli séu svo ríkar, að umskurður á forhúð drengja muni verða framkvæmdur um ófyrirsjánalega framtíð óháð því hvaða afstöðu heilbrigðiskerfið og samfélagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð. Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ segir í umsögn landlæknis. „Embætti landlæknis óttast að umrædd þingsályktunartillaga muni leiða til þess að þessar aðgerðir muni verða gerðar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi þeirra barna sem hér um ræðir.“Á fimmta hundrað lækna fagna frumvarpinu Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um almennt bann á umskurði barna er ansi umdeilt og vilja margir meina að með því að banna umskurð sé trúfrelsi ákveðinna hópa skert. Á meðal þeirra sem hafa andmælt frumvarpinu eru þýski kardinálinn Richard Marx og biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir. Aðrir segja að um sé að ræða mannréttindamál og að réttur barna vegi þyngra en trúfrelsi. Þá hafa á fimmta hundrað íslenskra lækna fagnað frumvarpinu.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38 Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. 18. febrúar 2018 09:38
Hvetja Alþingi til að samþykkja umskurðarfrumvarp Siðmennt telur að þar sem um sé að ræða alvarlegt og óafturkræft inngrip sé óásættanlegt að ólögráða börn séu umskorin. 18. febrúar 2018 13:56
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07