Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. mars 2018 08:00 Fjölga má Domino's stöðum á Íslandi um 30 prósent. Vísir/eyþór Stefnt er að því að opna tvo Domino’s-pitsustaði hér á landi í ár, að sögn Davids Wild, forstjóra Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG), sem á 95 prósenta hlut í Domino’s á Íslandi. Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. Wild sagði á fundi með fjárfestum í síðustu viku, þegar kynntar voru bráðabirgðatölur vegna reksturs pitsukeðjunnar í fyrra, að mikil tækifæri væru fyrir hendi til þess að gera reksturinn hér á landi skilvirkari og afkastameiri og nýta þannig „einstaka“ markaðsstöðu íslensku keðjunnar. Salan jókst um 10,8 prósent á síðasta ári, borið saman við 16 prósent árið 2016, en fram kemur í fjárfestakynningunni að vikuleg meðaltalssala íslensku Domino’s-staðanna sé sú mesta á heimsvísu sé miðað við höfðatölu. „Þrátt fyrir afar háa meðaltalssölu erum við enn að auka vöxtinn meira og meira,“ sagði Wild. „Þetta er frábær rekstur og við erum mjög ánægð með að hafa ekki aðeins tekist að eignast ráðandi hlut heldur 95 prósent rekstrarins.“ DPG, sem er skráð í kauphöllinni í Lundúnum, keypti í desember á síðasta ári 44,3 prósenta hlut í íslenska einkahlutafélaginu Pizza Pizza, eiganda og sérleyfishafa Domino’s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Eftir kaupin á breska keðjan 95,3 prósenta hlut í Pizza Pizza. Um leið hurfu fjárfestingarfélagið Eyja, í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kristjánsdóttur, félagið Edda, í eigu lífeyrissjóða, og Högni Sigurðsson út úr hluthafahópnum. Auk Pizza Pizza á breska félagið einnig rekstur Domino’s í Bretlandi, 17 pitsustaði í Sviss og þriðjungshlut í þýskum sérleyfishafa Domino’s. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Stefnt er að því að opna tvo Domino’s-pitsustaði hér á landi í ár, að sögn Davids Wild, forstjóra Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG), sem á 95 prósenta hlut í Domino’s á Íslandi. Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. Wild sagði á fundi með fjárfestum í síðustu viku, þegar kynntar voru bráðabirgðatölur vegna reksturs pitsukeðjunnar í fyrra, að mikil tækifæri væru fyrir hendi til þess að gera reksturinn hér á landi skilvirkari og afkastameiri og nýta þannig „einstaka“ markaðsstöðu íslensku keðjunnar. Salan jókst um 10,8 prósent á síðasta ári, borið saman við 16 prósent árið 2016, en fram kemur í fjárfestakynningunni að vikuleg meðaltalssala íslensku Domino’s-staðanna sé sú mesta á heimsvísu sé miðað við höfðatölu. „Þrátt fyrir afar háa meðaltalssölu erum við enn að auka vöxtinn meira og meira,“ sagði Wild. „Þetta er frábær rekstur og við erum mjög ánægð með að hafa ekki aðeins tekist að eignast ráðandi hlut heldur 95 prósent rekstrarins.“ DPG, sem er skráð í kauphöllinni í Lundúnum, keypti í desember á síðasta ári 44,3 prósenta hlut í íslenska einkahlutafélaginu Pizza Pizza, eiganda og sérleyfishafa Domino’s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Eftir kaupin á breska keðjan 95,3 prósenta hlut í Pizza Pizza. Um leið hurfu fjárfestingarfélagið Eyja, í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kristjánsdóttur, félagið Edda, í eigu lífeyrissjóða, og Högni Sigurðsson út úr hluthafahópnum. Auk Pizza Pizza á breska félagið einnig rekstur Domino’s í Bretlandi, 17 pitsustaði í Sviss og þriðjungshlut í þýskum sérleyfishafa Domino’s.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent