Ríkissaksóknari tætir teflonið utan af Zuma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. mars 2018 08:30 Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm í umfangsmiklu spillingarmáli. Nordicphotos/AFP Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira