Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 18. mars 2018 14:20 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/valli Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt nú síðdegis. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit. Sjálfstæðisflokkurinn vill hinsvegar að farið verði í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur lýst því yfir að slík greining myndi taka tvö ár að lágmarki. Svandís Svavarsdóttir sagði eftirfarandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. desember síðastliðinn: „Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar. Ganga drög þessi því í berhögg við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ályktunin segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „horfa til fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu“ og að gera þurfi „heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“ Á sama hátt vill flokkurinn fjölga sjálfstætt starfandi skólum, leggja niður ÁTVR, selja eignarhlut í bönkunum og ráðast í frekari einkavæðingu þar sem ríkið er í samkeppnisrekstri. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn efla geðheilbrigðisþjónustu, halda Íslandi í fremstu röð í jafnréttisbaráttunni og efla forvarnir gegn ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Drögin sjálf má nálgast hér. Innlent Landspítalinn Tengdar fréttir Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30 Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32 Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt nú síðdegis. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit. Sjálfstæðisflokkurinn vill hinsvegar að farið verði í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Stjórn Verkfræðingafélags Íslands hefur lýst því yfir að slík greining myndi taka tvö ár að lágmarki. Svandís Svavarsdóttir sagði eftirfarandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 4. desember síðastliðinn: „Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna Landspítala munu svo hefjast næsta sumar. Stefnt er að því að bygging spítalans taki fimm til sex ár og að hann komist í notkun á árinu 2023.“ Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur segir að framkvæmdir við meðferðarkjarna Landspítala muni hefjast nú í sumar. Ganga drög þessi því í berhögg við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnarsáttmála flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ályktunin segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji „horfa til fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu“ og að gera þurfi „heilbrigðisstéttum kleift að stunda sjálfstæðan rekstur.“ Á sama hátt vill flokkurinn fjölga sjálfstætt starfandi skólum, leggja niður ÁTVR, selja eignarhlut í bönkunum og ráðast í frekari einkavæðingu þar sem ríkið er í samkeppnisrekstri. Þá vill Sjálfstæðisflokkurinn efla geðheilbrigðisþjónustu, halda Íslandi í fremstu röð í jafnréttisbaráttunni og efla forvarnir gegn ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Drögin sjálf má nálgast hér.
Innlent Landspítalinn Tengdar fréttir Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30 Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32 Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Vill láta taka fastar á byrlun nauðgunarlyfja Tillaga um nauðgunarlyf var samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. 17. mars 2018 20:30
Bein útsending: Ræða Bjarna Ben á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur 43. landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll kl. 16:30 í dag. Landsfundurinn stendur yfir um helgina. 16. mars 2018 16:32
Lofaði skattalækkunum og skaut á Viðreisn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt setningarræðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. 16. mars 2018 20:58