Sættu ofsóknum í heimalandinu og hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2018 19:45 Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ. Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi. Í hópnum eru sex fullorðnir, þrjú börn og eitt ungmenni, en um er að ræða síðasta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem yfirvöld samþykktu í fyrra að taka á móti. Í heimalandinu Úganda er mannréttindum hinsegin fólks verulega ábótavant og hafa því margir lagt á flótta til grannríkisins Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu nýlega samning um móttöku fólksins. Ungur maður í hópnum kveðst afar ánægður að vera kominn hingað til lands. „Ég er frá Úganda. Eins og þið vitið setti forseti okkar lög gegn samkynhneigðu fólki sem fólst í því að samkynhneigðir í landinu eru réttdræpir. Við neyddumst því til að flýja land okkar og fara til Kenía,“ segir Kyeyuny, 28 ára gamall samkynhneigður maður og aðgerðasinni fyrir réttindum hinsegin fólks, í samtali við Stöð 2. Sjálfur dvaldi hann í tvö ár í Kenía en hann segist hugsa til þeirra sem enn hafast við í flóttamannabúðunum við erfiðar aðstæður. Hann er nú hingað kominn ásamt kærustu sinni, Trust, sem er transkona. „Þetta hefur verið eins og í helvíti. Það er ekki auðvelt að vera flóttamaður í Afríku en við erum að minnsta kosti komin hingað. Ég er svo spenntur og hamingjusamur. Allir samkynhneigðir vinir mínir eru svo glaðir,“ segir Kyeyuny, og vísar þar til samferðafólks síns sem er komið til Íslands, en hugsar þó til vina sinna sem enn dvelja ýmist í Kenía eða í Úganda. Þakklæti er honum ofarlega í huga og hann hlakkar til að kynnast fólkinu, læra íslensku og hefja nýtt líf. Systurnar Salmah, 7 ára, og Haniem, 10 ára, eru einnig í hópnum sem kom til landsins í hádeginu í dag. Þær höfðu lært dálítið um höfuðborgina áður en ferðalagið til Íslands hófst en eru öðru leyti spenntar að kynnast landi og þjóð. Spurð hvaða væntingar hún geri til Íslands svarar Salmah í einu orði, „framtíð.“ Þess má geta að enn vantar eina íbúð í Mosfellsbæ fyrir unga konu sem kom til landsins í dag, þeir sem telja sig geta lagt lið er bent á að hafa samband við Rauða krossinn eða Mosfellsbæ.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag Munu setjast að í Mosfellsbæ. 19. mars 2018 13:13 Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mosfellsbær tekur á móti flóttafólki í fyrsta sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ hefur undirritað samning um móttöku 10 flóttamanna. 9. mars 2018 12:35
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 6. mars 2018 20:00