Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2018 10:45 Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Vísir/GVA Tveir til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru því fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að alls hefðu fjórir menn verið handteknir vegna málsins. Tveir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á þriðjudag vegna gruns um innbrot og tveir til viðbótar í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna að morgni þriðjudags eftir að ábending barst frá árvökulum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis á þriðjudag barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. Allir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Lögreglan gerði tvær húsleitir vegna málsins í gær og fann þar þýfi, skartgripi og peningar, upp á nokkrar milljónir króna. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Stöð 2 í gær að mennirnir væru ekki með íslenska kennitölu sem segir lögreglu að þeir hafi ekki dvalið hér. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er enn þá hvort málin tengist. „Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli,“ sagði Skúli í fréttum Stöðvar 2 í gær. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 „Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07 Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20 Tveir innbrotsþjófar handteknir í Garðabæ Rannsókn málsins er á frumstigi. 27. febrúar 2018 11:33 Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Tveir til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru því fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að alls hefðu fjórir menn verið handteknir vegna málsins. Tveir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á þriðjudag vegna gruns um innbrot og tveir til viðbótar í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna að morgni þriðjudags eftir að ábending barst frá árvökulum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis á þriðjudag barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. Allir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Lögreglan gerði tvær húsleitir vegna málsins í gær og fann þar þýfi, skartgripi og peningar, upp á nokkrar milljónir króna. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Stöð 2 í gær að mennirnir væru ekki með íslenska kennitölu sem segir lögreglu að þeir hafi ekki dvalið hér. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er enn þá hvort málin tengist. „Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli,“ sagði Skúli í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 „Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07 Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20 Tveir innbrotsþjófar handteknir í Garðabæ Rannsókn málsins er á frumstigi. 27. febrúar 2018 11:33 Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
„Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07
Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20
Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48