FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2018 13:01 Sérfræðingar í siðareglum hafa lengi lýst áhyggjum af störfum Ivönku Trump og Jareds Kushner fyrir Hvíta húsið í ljósi mikill viðskiptaumsvifa þeirra. Vísir/AFP Alþjóðlegur viðskiptasamningur Ivönku Trump, dóttur og ráðgjafa Bandaríkjaforseta, er nú til rannsóknar hjá gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI. Rannsóknin beinist að því hvort að viðskipti hennar og Jareds Kushner, eiginmanns hennar, geti gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi frá erlendum aðilum. Ivanka og Kushner starfa bæði fyrir Hvíta hús Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Umsóknir þeirra um öryggisheimild til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum hafa hins vegar ekki verið afgreiddar, meðal annars vegna áhyggna FBI af margslungnum viðskiptahagsmunum hjónanna. Öryggisheimild Kushner var lækkuð fyrir síðustu helgi og missti hann þá aðgang að leynilegustu upplýsingum ríkisstjórnarinnar.CNN-fréttastöðin segir að samningaviðræður og fjármögnun hótels og skýjakljúfs með Trump-nafninu í Vancouver í Kanada sé nú til sérstakrar skoðunar hjá FBI. Turninn opnaði í febrúar í fyrra, rétt eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki er ljóst hvers vegna rannsakendurnir hafa sérstakan áhuga á Trump-turninum. CNN segir hugsanlegt að það sé vegna þess að turninn sé einn af fáum eignum með Trump-nafninu sem hefur opnað eftir að hann varð forseti. Erlent fjármagn, frá fasteignafyrirtækjum eða íbúðakaupendum, gæti einnig verið það sem kveikti áhuga FBI.Fyrirtæki Kushner sagt hafa leitað beint til Katar Ivanka er sögð hafa leikið lykilhlutverk í að ná samningi um að ljá verkefninu Trump-nafnið árið 2013. Trump-fyrirtæki á ekki eignir sem þessar heldur selur rétt á nafni. Turninn í Kanada er í eigu einnar auðugust fjölskyldu Malasíu. Fjöldi erlendra aðila er sagður hafa keypt íbúðir í turninum, þar á meðal Kínverjar með tengsl við þarlend stjórnvöld. CNN segir að rannsóknin á viðskiptagjörningnum gæti tafið enn að Ivanka fái umsókn sína um öryggisheimild samþykkta. Washington Post greindi frá því í vikunni að bandarískir embættismenn hefðu áhyggjur af því að fulltrúar erlendra ríkja reyndu að hafa áhrif á Kushner með því að nýta sér flókna viðskiptahagsmuni hans, miklar skuldir fyrirtækis fjölskyldu hans og reynsluleysi. Vefsíðan The Intercept greindi í dag frá því að faðir Kushner hefði fundað beint með fjármálaráðherra Katar til að tryggja fjármagn í fasteignaverkefni í New York sem hefur verið í vanda statt. Fyrirtæki Kushner-fjölskyldunnar skuldi á annan milljarð dollara vegna þess. Ekkert varð af lánveitingunni. Aðeins um mánuði eftir fundinn slitu nágrannaríki Katar stjórnmálasambandi við landið með stuðningi ríkisstjórnar Trump. Kushner var á sínum tíma sagður grafa undan tilraunum Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að finna lausn á ástandinu. Bandaríkin Donald Trump Kanada Katar Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Tengdasonur og dótir Trump forseta eru á meðal þeirra sem hafa aðeins haft tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið. 27. febrúar 2018 16:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Alþjóðlegur viðskiptasamningur Ivönku Trump, dóttur og ráðgjafa Bandaríkjaforseta, er nú til rannsóknar hjá gagnnjósnadeild alríkislögreglunnar FBI. Rannsóknin beinist að því hvort að viðskipti hennar og Jareds Kushner, eiginmanns hennar, geti gert þau viðkvæm fyrir þrýstingi frá erlendum aðilum. Ivanka og Kushner starfa bæði fyrir Hvíta hús Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Umsóknir þeirra um öryggisheimild til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum hafa hins vegar ekki verið afgreiddar, meðal annars vegna áhyggna FBI af margslungnum viðskiptahagsmunum hjónanna. Öryggisheimild Kushner var lækkuð fyrir síðustu helgi og missti hann þá aðgang að leynilegustu upplýsingum ríkisstjórnarinnar.CNN-fréttastöðin segir að samningaviðræður og fjármögnun hótels og skýjakljúfs með Trump-nafninu í Vancouver í Kanada sé nú til sérstakrar skoðunar hjá FBI. Turninn opnaði í febrúar í fyrra, rétt eftir að Trump tók við embætti forseta. Ekki er ljóst hvers vegna rannsakendurnir hafa sérstakan áhuga á Trump-turninum. CNN segir hugsanlegt að það sé vegna þess að turninn sé einn af fáum eignum með Trump-nafninu sem hefur opnað eftir að hann varð forseti. Erlent fjármagn, frá fasteignafyrirtækjum eða íbúðakaupendum, gæti einnig verið það sem kveikti áhuga FBI.Fyrirtæki Kushner sagt hafa leitað beint til Katar Ivanka er sögð hafa leikið lykilhlutverk í að ná samningi um að ljá verkefninu Trump-nafnið árið 2013. Trump-fyrirtæki á ekki eignir sem þessar heldur selur rétt á nafni. Turninn í Kanada er í eigu einnar auðugust fjölskyldu Malasíu. Fjöldi erlendra aðila er sagður hafa keypt íbúðir í turninum, þar á meðal Kínverjar með tengsl við þarlend stjórnvöld. CNN segir að rannsóknin á viðskiptagjörningnum gæti tafið enn að Ivanka fái umsókn sína um öryggisheimild samþykkta. Washington Post greindi frá því í vikunni að bandarískir embættismenn hefðu áhyggjur af því að fulltrúar erlendra ríkja reyndu að hafa áhrif á Kushner með því að nýta sér flókna viðskiptahagsmuni hans, miklar skuldir fyrirtækis fjölskyldu hans og reynsluleysi. Vefsíðan The Intercept greindi í dag frá því að faðir Kushner hefði fundað beint með fjármálaráðherra Katar til að tryggja fjármagn í fasteignaverkefni í New York sem hefur verið í vanda statt. Fyrirtæki Kushner-fjölskyldunnar skuldi á annan milljarð dollara vegna þess. Ekkert varð af lánveitingunni. Aðeins um mánuði eftir fundinn slitu nágrannaríki Katar stjórnmálasambandi við landið með stuðningi ríkisstjórnar Trump. Kushner var á sínum tíma sagður grafa undan tilraunum Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að finna lausn á ástandinu.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Katar Tengdar fréttir Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30 Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Tengdasonur og dótir Trump forseta eru á meðal þeirra sem hafa aðeins haft tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið. 27. febrúar 2018 16:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Fyrirtæki tengdasonar Trump fengu stór lán eftir fundi í Hvíta húsinu Lán upp á rúmlega 500 milljónir dollara voru veitt fyrirtækjum Jareds Kushner, ekki löngu eftir fundi sem hann átti með forsvarsmönnum fjármálafyrirtækjanna. 1. mars 2018 11:30
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Tengdasonur og dótir Trump forseta eru á meðal þeirra sem hafa aðeins haft tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið. 27. febrúar 2018 16:45