Segjast ekki hafa verið með skipulagðar ferðir í íshellinn á Hofsjökli Birgir Olgeirsson skrifar 2. mars 2018 13:15 Íshellirinn sem um ræðir er 150 metra djúpur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Ferðaþjónustufyrirtækið Artic Trucks Experience segist ekki hafa staðið fyrir skipulagðra ferð í íshellinn á Hofsjökli. Starfsmaður fyrirtækisins fannst látin í hellinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Starfsmaðurinn, Ingi Már Aldan, hafði farið að íshellinum með ferðamönnum. Artic Trucks segist hafa fengið fyrirspurn frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafi staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. „Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra,“ segir í tilkynningu frá Artic Trucks sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Í framhaldi fréttaflutnings af slysi í íshelli í Hofsjökli Síðastliðið miðvikudagskvöld bárust Arctic Trucks Experience þær erfiðu fréttir að Ingi Már Aldan Grétarsson leiðsögumaður hefði ekki komið til baka út úr íshelli á Hofsjökli og að hafin væri leit að honum. Eins og fram hefur komið fannst Ingi Már látinn síðar um kvöldið. Um leið og Arctic Trucks Experience bárust fréttir af aðstæðum fóru fulltrúar fyrirtækisins upp að Kerlingarfjöllum til að sækja ferðamennina sem voru í för með Inga Má og var þeim boðin áfallahjálp og frekari aðstoð til að takast við þá erfiðu lífsreynslu sem þau höfðu orðið fyrir. Ingi Már hefur á undanförnum árum tekið að sér leiðsögn við góðan orðstír í fjölda ferða sem Arctic Trucks Experience hafa skipulagt. Á miðvikudaginn var hann í ferð á vegum Arctic Trucks Experience með erlendum hjónum sem áður höfðu notið leiðsagnar hans í fyrri heimsókn sinni til Íslands og höfðu óskað sérstaklega eftir hans leiðsögn á ný enda frábær leiðsögumaður og reyndur jeppamaður. Starfsfólk Arctic Trucks Experience vottar fjölskyldu og öðrum aðstandendum Inga Más sína dýpstu samúð vegna þess mikla missis sem þau hafa orðið fyrir. Þá vill fyrirtækið koma á framfæri þökkum til til lögreglu, björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og annara sem komið hafa að málinu. Arctic Trucks Experience hefur fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafið staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Artic Trucks Experience segist ekki hafa staðið fyrir skipulagðra ferð í íshellinn á Hofsjökli. Starfsmaður fyrirtækisins fannst látin í hellinum síðastliðið miðvikudagskvöld. Starfsmaðurinn, Ingi Már Aldan, hafði farið að íshellinum með ferðamönnum. Artic Trucks segist hafa fengið fyrirspurn frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafi staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. „Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra,“ segir í tilkynningu frá Artic Trucks sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Í framhaldi fréttaflutnings af slysi í íshelli í Hofsjökli Síðastliðið miðvikudagskvöld bárust Arctic Trucks Experience þær erfiðu fréttir að Ingi Már Aldan Grétarsson leiðsögumaður hefði ekki komið til baka út úr íshelli á Hofsjökli og að hafin væri leit að honum. Eins og fram hefur komið fannst Ingi Már látinn síðar um kvöldið. Um leið og Arctic Trucks Experience bárust fréttir af aðstæðum fóru fulltrúar fyrirtækisins upp að Kerlingarfjöllum til að sækja ferðamennina sem voru í för með Inga Má og var þeim boðin áfallahjálp og frekari aðstoð til að takast við þá erfiðu lífsreynslu sem þau höfðu orðið fyrir. Ingi Már hefur á undanförnum árum tekið að sér leiðsögn við góðan orðstír í fjölda ferða sem Arctic Trucks Experience hafa skipulagt. Á miðvikudaginn var hann í ferð á vegum Arctic Trucks Experience með erlendum hjónum sem áður höfðu notið leiðsagnar hans í fyrri heimsókn sinni til Íslands og höfðu óskað sérstaklega eftir hans leiðsögn á ný enda frábær leiðsögumaður og reyndur jeppamaður. Starfsfólk Arctic Trucks Experience vottar fjölskyldu og öðrum aðstandendum Inga Más sína dýpstu samúð vegna þess mikla missis sem þau hafa orðið fyrir. Þá vill fyrirtækið koma á framfæri þökkum til til lögreglu, björgunarsveita, Landhelgisgæslunnar og annara sem komið hafa að málinu. Arctic Trucks Experience hefur fengið fyrirspurnir frá fjölmiðlum um það hvort fyrirtækið hafið staðið fyrir skipulögðum ferðum að íshellinum. Svo er ekki. Í umræddu tilviki var um þriggja daga ferð um hálendið að ræða þar sem gist var á Hveravöllum og síðan í Kerlingarfjöllum. Eins og fram hefur komið í upplýsingum frá lögreglu ákváðu Ingi Már og samferðafólk hans breyta ferðaáætlun sinni og slást í för með öðrum hópum sem voru á leiðinni til að skoða íshellinn. Arctic Trucks Experience þekkir ekki ástæður þeirrar ákvörðunar en telur þó er rétt að benda á að á ferðum um hálendið á þessum tíma árs er talið að aukið öryggi felist í því að ferðast í samfloti við aðra.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15 Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27 Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. 1. mars 2018 03:15
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leiðsögumaðurinn hafði runnið niður eftir ísbreiðu í íshellinum Lögreglan á Suðurlandi tekur nú skýrslur af ferðafólki sem var við íshelli í Blágnípujökli í gær þegar banaslys varð þar. 1. mars 2018 18:27
Nafn mannsins sem lést í íshelli í Blágnípujökli Maðurinn lætur eftir sig eiginkonu, þrjú uppkominn börn og fimm barnabörn. 1. mars 2018 22:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels