Foreldralæsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um nauðsyn þess að efla læsi og lesskilning meðal íslenskra barna, enda leitt til þess að vita að Ísland sé neðst Norðurlanda í lesskilningi. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingar, benti á nokkrar leiðir til úrbóta í ágætri þingræðu á dögunum. Hann sagði meðal annars að stórefla þyrfti bókaútgáfu í landinu, og þá sérstaklega barnabókaútgáfu, hætta ætti skattlagningu á bækur og efla sjóði sem barnabókahöfundar geta leita í. Það er ástæða til að kinka kolli yfir öllum þessum tillögum og það hefur þingheimur allur örugglega einnig gert. Svona á svipaðan hátt og stjórnmálamenn gerðu fyrir kosningar þegar þeir hétu því að að fella hið snarasta niður virðisaukaskatt á bækur kæmust þeir til valda. Þar var mikill hallelújakór á ferð. Enn hefur virðisaukaskatturinn ekki verið felldur niður. Ráðamenn vinna of oft á hraða snigilsins. Menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, segir það vera risavaxið samfélagslegt verkefni að snúa vondri þróun við og þar verði allir sem komi að mótun menntastefnu í landinu að vinna saman. Rétt er það en ekki má gleyma hlut foreldra, ábyrgðin liggur líka hjá þeim. Við lifum í samtíma þar sem flestir eru orðnir háðir símanum sínum. Fólk kemst nálægt því að fyllast aðskilnaðarkvíða sé síminn fjarri. Það er nánast sannfært um að það sé að missa af einhverju hafi það ekki þennan þarfasta þjón sinn með sér hvert sem það fer. Flest börn sjá foreldra sína örugglega oftar grúfa sig yfir símann fremur en sitja með bók í hendi. Það er ekkert undarlegt þótt börnin verði snemma háð símanum sínum og skilji ekki við hann nema þegar þau eru svifin inn í draumalandið. Þegar kemur að bóklestri þarf einfaldlega að byrja heima. Foreldrar eiga ekki að yppta öxlum og láta skólakerfið alfarið axla ábyrgðina á því að börn þeirra lesi bækur. Það er foreldra og forráðamanna að skoða bækur með börnum, lesa fyrir þau og hvetja þau til lesturs. Börn eiga að sjá bækur á heimili sínu, bækur sem eru lesnar, og í skólanum eiga þau að eiga athvarf á skólabókasöfnum þar sem eru „ilmandi bækur“ svo vitnað sé orðrétt í Guðmund Andra. Þessa dagana hafa foreldrar ágæta ástæðu til að halda með börn sín á fund bókanna. Nú stendur yfir hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda og þar blasa við bækur hvert sem litið er. Fjölmargir Íslendingar sem komnir eru til vits og ára muna eftir því að hafa farið þangað sem börn með foreldrum sínum og fengið að velja sér bækur. Þar var hægt að eignast varanlega fjársjóði fyrir lítinn pening. Það er enn svo. Enginn ætti að efast um mikilvægi þess að börn geti lesið sér bæði til gagns og yndis. Lestur góðra bóka eflir samkennd, eykur víðsýni og ýtir undir ímyndunaraflið. Viðurkennum fagnandi að bóklestur er þroskandi og leggjum okkar af mörkum til að gera veg bókanna sem mestan. Bækur eiga að vera hluti af daglegu lífi okkar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun