Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2018 15:20 Guðrún Kvaran. Vísir/GVA Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28