Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2018 15:20 Guðrún Kvaran. Vísir/GVA Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28