Breytt staða á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Kim einræðisherra tók vel á móti sendinefndinni. Vísir/AFp Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Svo virðist sem fundur suðurkóreskrar sendinefndar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í vikunni hafi borið árangur. Við heimkomuna í gær greindu erindrekarnir frá því að Kim væri opinn fyrir því að losa sig við kjarnorkuvopn sín og hætta vinnu við kjarnorkuáætlunina. Jafnframt var ákveðið að Kim fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna í apríl. Samskipti ríkjanna hafa batnað mikið undanfarna mánuði. Hefur neyðarlína verið opnuð á ný á milli ríkjanna, norðrið sendi keppnislið á Vetrarólympíuleikana í Pyeongchang og tveir fundir hafa verið haldnir. Fundur aprílmánaðar verður sá þriðji og sá fyrsti þar sem Moon og Kim hittast. Samkvæmt suðurkóreska miðlinum Yonhap kemur tilkynningin um leiðtogafundinn á óvart. „Norðrið og suðrið hafa ákveðið að opna beina línu á milli leiðtoga ríkjanna til þess að auðvelda bein samskipti og draga úr togstreitu á Kóreuskaga. Þá hefur einnig verið ákveðið að þeir muni eiga sitt fyrsta símtal og munu þeir tala saman fyrir fundinn í apríl,“ sagði Chung Eui-yong erindreki á blaðamannafundi í gær. Chung sagði jafnframt frá afstöðu Kim gagnvart því að afvopnast. „Norðrið sagði á afgerandi hátt að það væri fylgjandi afvopnun á Kóreuskaga. Sagði ríkisstjórnin að hún sæi enga ástæðu til þess að búa yfir kjarnorkuvopnum ef öryggi stjórnarinnar yrði tryggt og hernaðarógnir sem steðjuðu að Norður-Kóreu fjarlægðar,“ sagði Chung enn fremur. Að sögn erindrekans tjáði einræðisstjórnin einnig einlægan vilja sinn til að halda hreinskilnislegar viðræður við fulltrúa Bandaríkjanna um hvernig væri hægt að standa að afvopnun á Kóreuskaga sem og um hvernig væri hægt að færa samskipti Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf. „Kim formaður sagði sjálfur að afvopnun mætti ræða við Bandaríkin. Það sem við þurfum að veita sérstaka athygli er það að hann sagði skýrt að fyrirmæli um afvopnun Kóreuskaga hefðu komið frá fyrirrennara hans og að slíkum fyrirmælum mætti ekki breyta eða hundsa,“ sagði Chung. Fyrirrennarinn var Kim Jong-il, faðir Kim Jong-un, sem lést árið 2011. Í frétt norðurkóreska ríkissjónvarpsins, KCNA, segir að Kim hafi boðið sendinefndinni til kvöldverðar í Pjongjang. Þar hafi einræðisherrann og eiginkona hans, Ri Sol Ju, tekið vel á móti sendinefndinni og rætt hafi verið um að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga. Opnað hafi verið fyrir frekari samskipti og samstarf. KCNA greindi aukinheldur frá því að það væri einlægur vilji einræðisherrans að styrkja samband ríkjanna tveggja og sækjast eftir sameiningu með tíð og tíma. „Eftir að hafa heyrt af vilja Moon forseta um leiðtogafund skiptust Kim og sendinefndin á skoðunum og komust að góðri niðurstöðu,“ sagði í frétt KCNA.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira