Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 22:15 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður Sarah Huckabee Sanders, talskonu Hvíta hússins, eftir að hún virtist óvart viðurkenna í gær að Trump hefði gert þagnarsamkomulag við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford. Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005 og á framhjáhaldið að hafa átt sér stað skömmu eftir að Melania fæddi Baron Trump, son þeirra hjóna. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt.Cohen viðurkenndi að hafa greitt Daniels en sagðist hafa gert það úr eigin vasa og þvertók fyrir að það væri vegna umrædds samkomulags. Tilefni ummæla Cohen var að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg. Hins vegar sagði Sanders við blaðamenn í gær ásakanirnar um samkomulagið væru ósannar en bætti við að Trump hefði unnið málið gegn Daniels og virtist hún þar með staðfesta að þagnarsamkomulagið væri raunverulegt. Rétt á eftir því að hafa sagt þetta vera ósannar ásakanir. Samkvæmt heimildum CNN er Trump verulega reiður vegna þessa.Lögmaður Daniels segir að Trump hafi ekki unnið málið. Í lögsókn Daniels segir að framhjáhaldið hafi haldið áfram langt á árið 2007 og að Daniels eigi „skilaboð og/eða myndir“ því til sönnunar. Klámmyndaleikkonan er ekki sú eina sem heldur því fram að hafa gert þagnarsamkomulag við Trump. Playboy-fyrirsætan Karen McDougal sagði New Yorker í síðasta mánuði að í ágúst 2016 hefði hún fengið 150 þúsund dali frá fjölmiðlafyrirtækinu American Media Inc. fyrir sögu hennar af níu mánaða sambandi hennar og Trump. Sagan birtist þó aldrei. Í umfjöllun New Yorker segir að framkvæmdastjóri AMI, David Pecker, sé vinur Trump og hann hafi reglulega keypt réttinn af sögum fólks til þess að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður Sarah Huckabee Sanders, talskonu Hvíta hússins, eftir að hún virtist óvart viðurkenna í gær að Trump hefði gert þagnarsamkomulag við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford. Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005 og á framhjáhaldið að hafa átt sér stað skömmu eftir að Melania fæddi Baron Trump, son þeirra hjóna. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt.Cohen viðurkenndi að hafa greitt Daniels en sagðist hafa gert það úr eigin vasa og þvertók fyrir að það væri vegna umrædds samkomulags. Tilefni ummæla Cohen var að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg. Hins vegar sagði Sanders við blaðamenn í gær ásakanirnar um samkomulagið væru ósannar en bætti við að Trump hefði unnið málið gegn Daniels og virtist hún þar með staðfesta að þagnarsamkomulagið væri raunverulegt. Rétt á eftir því að hafa sagt þetta vera ósannar ásakanir. Samkvæmt heimildum CNN er Trump verulega reiður vegna þessa.Lögmaður Daniels segir að Trump hafi ekki unnið málið. Í lögsókn Daniels segir að framhjáhaldið hafi haldið áfram langt á árið 2007 og að Daniels eigi „skilaboð og/eða myndir“ því til sönnunar. Klámmyndaleikkonan er ekki sú eina sem heldur því fram að hafa gert þagnarsamkomulag við Trump. Playboy-fyrirsætan Karen McDougal sagði New Yorker í síðasta mánuði að í ágúst 2016 hefði hún fengið 150 þúsund dali frá fjölmiðlafyrirtækinu American Media Inc. fyrir sögu hennar af níu mánaða sambandi hennar og Trump. Sagan birtist þó aldrei. Í umfjöllun New Yorker segir að framkvæmdastjóri AMI, David Pecker, sé vinur Trump og hann hafi reglulega keypt réttinn af sögum fólks til þess að koma í veg fyrir birtingu þeirra.
Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39
Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04
Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent