Lögregla varar við svikabeiðnum frá ættingjum og kunningjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 12:20 Mikið hefur borið á því síðustu misseri að ungt fólk taki svokölluð smálán. Vísir/Valli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikatilraunum á netinu, sem berast gjarnan frá ættingjum og kunningjum. Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. Netsvindlið virkar á þá leið að fólk fær senda beiðni í gegnum skilaboðaþjónustu Facebook, eða annan sambærilegan miðil, frá ættingjum, gömlum kunningjum eða jafnvel ókunnugu fólki. Í skilaboðunum er fólk beðið um upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að hægt sé að leggja pening inn á reikning þess sem svindlað er á. Síðan á hann að millifæra fjármunina aftur til baka á þann sem sendir beiðnina eða einhvern annan.Ginntir til þess að taka smálán Skilaboðin eru oft á þá leið að viðkomandi segist vera í vandræðum, jafnvel í útlöndum, og að einhver tæknileg vandræði hafi komið upp í sambandi við debetkort, heimabanka eða millifærslur. Næstu vendingar í málum sem þessum eru oft þær að millifærslan, sem lögð er inn á reikninginn, er í raun smálán sem tekið er í nafni reikningseiganda.Dæmi um smálánasvindl.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFyrr í mánuðinum var greint frá sambærilegu máli sem kom inn á borð Neytendasamtakanna hvar maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Þeirri beiðni lauk með því að gamli kunninginn, sem sagðist einmitt staddur í útlöndum, hafði tekið smálán í nafni mannsins og platað hann til að millifæra andvirði þess inn á sig. Að sögn lögreglu er afar mikilvægt að fólk vari varlega í slíkum viðskiptum og gefi ekki upp reikningsnúmer, né heldur millifæri á aðra, nema að vera alveg viss um að viðskiptin séu traust. Lögreglumál Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikatilraunum á netinu, sem berast gjarnan frá ættingjum og kunningjum. Um er að ræða svokallað smálánasvindl, sem töluvert hefur borið á í fréttum að undanförnu. Netsvindlið virkar á þá leið að fólk fær senda beiðni í gegnum skilaboðaþjónustu Facebook, eða annan sambærilegan miðil, frá ættingjum, gömlum kunningjum eða jafnvel ókunnugu fólki. Í skilaboðunum er fólk beðið um upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu til að hægt sé að leggja pening inn á reikning þess sem svindlað er á. Síðan á hann að millifæra fjármunina aftur til baka á þann sem sendir beiðnina eða einhvern annan.Ginntir til þess að taka smálán Skilaboðin eru oft á þá leið að viðkomandi segist vera í vandræðum, jafnvel í útlöndum, og að einhver tæknileg vandræði hafi komið upp í sambandi við debetkort, heimabanka eða millifærslur. Næstu vendingar í málum sem þessum eru oft þær að millifærslan, sem lögð er inn á reikninginn, er í raun smálán sem tekið er í nafni reikningseiganda.Dæmi um smálánasvindl.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuFyrr í mánuðinum var greint frá sambærilegu máli sem kom inn á borð Neytendasamtakanna hvar maður var beðinn um að millifæra pening á gamlan vin. Þeirri beiðni lauk með því að gamli kunninginn, sem sagðist einmitt staddur í útlöndum, hafði tekið smálán í nafni mannsins og platað hann til að millifæra andvirði þess inn á sig. Að sögn lögreglu er afar mikilvægt að fólk vari varlega í slíkum viðskiptum og gefi ekki upp reikningsnúmer, né heldur millifæri á aðra, nema að vera alveg viss um að viðskiptin séu traust.
Lögreglumál Neytendur Smálán Tengdar fréttir Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39 Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45 Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Áhyggjuefni hversu margt ungt fólk tekur smálán Hlutfall ungs fólks sem leitar til Umboðsmanns skuldara fer hækkandi og eru smálán sífellt stærri hluti af heildarkröfum þeirra. 13. febrúar 2018 18:39
Segir smálánafyrirtæki komast upp með að brjóta lög: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að smálánafyrirtæki komist ítrekað upp með að brjóta lög og að úrræði stjórnvalda dugi skammt. 16. febrúar 2018 21:45
Plataði kunningja sem sat uppi með reikning frá öllum smálánafyrirtækjunum Karlmaður fékk beiðni frá gömlum kunningja að næturlagi og gekk í gildruna. 16. febrúar 2018 12:39