Fjármálaráðherra segir þingmenn vera með dylgjur og blaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2018 20:30 Fjármálaráðherra sagði þingmenn ýmist vera með dylgjur eða innihaldslaust blaður í umræðum um Arion banka á Alþingi í dag. Hagsmunir ríkisins væru tryggðir ykist verðmæti bankans eftir sölu á hlut ríkisins í honum. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði bæði fjármálaráðherra út í málefni Arion banka á Alþingi í dag en þó á ólíkum forsendum. Oddný sagði Benedikt Gíslason aðstoðarmann Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu við samningu stöðugleikaskilyrðanna fyrir bankana, hafa haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um hag íslenska ríkisins og markmið þess í viðræðum við kröfuhafa. „Það er því hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að. Það sem meira er, aðstoðarmaðurinn hóf störf fyrir þá aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður hæstvirts ráðherra,“ sagði Oddný og spurði hvort ráðherra teldi þetta eðlilegt. „Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hafi verið treyst fyrir. Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er. Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag,“ sagði Bjarni. Þingmenn Miðflokksins telja að erlendir vogunarsjóðir sem eiga meirihluta í Arion banka beiti skipulagðri leikfléttu gagnvart íslenskum stjórnvöldum með kaupum sjóðanna á hlut ríkisins í Arion. Bankinn sé mun verðmætari en það verð sem ríkið fái fyrir 13 prósenta hlut sinn í Arion gefi til kynna. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari,“ sagði Birgir Þórarinsson. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki aðeins fá greitt fyrir hlut sinn í bankanum, samkvæmt ófrávíkjanlegum kauprétti hluthafanna, heldur stóran hlut af söluverði Kaupþings selji félagið eign sína í Arion síðar yfir matsverði. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður.,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði þingmenn ýmist vera með dylgjur eða innihaldslaust blaður í umræðum um Arion banka á Alþingi í dag. Hagsmunir ríkisins væru tryggðir ykist verðmæti bankans eftir sölu á hlut ríkisins í honum. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði bæði fjármálaráðherra út í málefni Arion banka á Alþingi í dag en þó á ólíkum forsendum. Oddný sagði Benedikt Gíslason aðstoðarmann Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu við samningu stöðugleikaskilyrðanna fyrir bankana, hafa haft aðgang að trúnaðarupplýsingum um hag íslenska ríkisins og markmið þess í viðræðum við kröfuhafa. „Það er því hneyksli að þessi sami aðstoðarmaður vinni nú fyrir Kaupþing og stærstu eigendur Arion banka. Þá sem stöðugleikaskilyrðin voru sniðin að. Það sem meira er, aðstoðarmaðurinn hóf störf fyrir þá aðila aðeins nokkrum vikum eftir að hann hætti störfum sem aðstoðarmaður hæstvirts ráðherra,“ sagði Oddný og spurði hvort ráðherra teldi þetta eðlilegt. „Hér er verið að dylgja um það að hér sé verið að fara illa með trúnaðarupplýsingar sem mönnum hafi verið treyst fyrir. Ég verð bara að biðja háttvirtan þingmann að færa einhver rök fyrir máli sínu ef svo er. Það sem var verkefni umrædds starfsmanns eru opinberar upplýsingar í dag,“ sagði Bjarni. Þingmenn Miðflokksins telja að erlendir vogunarsjóðir sem eiga meirihluta í Arion banka beiti skipulagðri leikfléttu gagnvart íslenskum stjórnvöldum með kaupum sjóðanna á hlut ríkisins í Arion. Bankinn sé mun verðmætari en það verð sem ríkið fái fyrir 13 prósenta hlut sinn í Arion gefi til kynna. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari,“ sagði Birgir Þórarinsson. Fjármálaráðherra sagði ríkið ekki aðeins fá greitt fyrir hlut sinn í bankanum, samkvæmt ófrávíkjanlegum kauprétti hluthafanna, heldur stóran hlut af söluverði Kaupþings selji félagið eign sína í Arion síðar yfir matsverði. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður.,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25 Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins 22. febrúar 2018 14:25
Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00