Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2018 22:00 Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. Í samtali við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands í dag var sagt að ekki væri útilokað að skjálftahrina í Öxarfirði í morgun sé tilkomin vegna skjálftahrinunnar fyrir norðan Grímsey og þar af leiðandi hafi spenna færst á milli. Um miðjan dag höfðu á fjórða tug skjálfta orðið úti fyrir Kópaskeri og um hundrað við Grímsey. Í gær voru skjálftarnir á Grímseyjarbeltinu töluvert færri en undanfarnar vikur en hrinan hófst í lok janúar. Íbúar í Grímsey hafa orðið misvarir við skjálftahrinuna sem enn er í gangi. Þeir urðu hins vegar allir varir við stóra skjálftann í upphafi vikunnar.Drunur og hristingur „Þetta er nú eiginlega bara búið að vera leiðinlegt, mikil hreyfing hérna og stærstu skjálftarnir, þegar þeir koma, þá virkar þetta eins og það sé keyrt á húsið hérna,“ segir Guðrún Gísladóttir, íbúi í Grímsey. „Fyrst var þetta þannig að þetta var svona einn og einn að koma sem var yfir þrjá og þá eins og í þessu húsi þá heyrði maður svona eins og bíll hefði keyrt framhjá, svona drunur. En þessir stóru tveir, þá var hristingur,“ segir Alfreð Garðarsson, einnig íbúi í Grímsey. Íbúar eyjunnar hafa tekið höndum saman á meðan skjálftavirknin hefur varað og segja umræðuna hafa verið mikla. Sumir tóku niður hluti til þess að valda ekki tjóni eða slysum. „Við tókum eina þrjá hluti sem ég vil alls ekki missa, annað létum við bara eiga sig,“ segir Guðrún. Alfreð tók niður tvær myndir í hjónaherberginu sem voru fyrir ofan rúmið. „Fólki er ekkert alveg sama, sérstaklega þegar farið var að tala um það að við gætum kannski fengið stærri skjálfta,“ segir Guðrún.Undir borð og gripið í borðfótinn Skjálftarnir nú hafa einnig verið eitt aðalumræðuefnið hjá yngstu íbúum eyjunnar. „Ég hef verið svolítið hrædd stundum en svo eru sumir svona litlir. En já, annars er allt í lagi ef þeir eru litlir en ef þeir eru aðeins þá er mér ekki vel við þá,“ segir Guðbjörg Inga Sigurðardóttir, 11 ára nemandi í Grímseyjarskóla.En hvað á maður svo að gera þegar það kemur stór skjálfti? „Fara undir borð og halda í borðfótinn því annars gæti það bara flogið frá,“ segir Hannes Logi Jóhannsson, einnig 11 ára, og sýnir fréttamanni hvernig maður á að gera. Rætt var við Jóhannes Henningsson, formann hverfisráðs Grímseyjar, og Karen Nótt Halldórsdóttur, skólastjóra Grímseyjarskóla, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort að íbúar Grímseyjar séu ekki orðnir þreyttir á ástandinu sagði Jóhannes þetta vissulega hafa verið hundleiðinlegt. „Jú, þetta er auðvitað búið að vera hundleiðinlegt. Ég held að það sé ekkert stress í fólki þannig, við finnum orðið ekkert fyrir þessu lengur. Þetta var svolítið leiðinlegt í nokkra daga þarna um daginn og kannski óvanalegt hvað þetta er búið að standa lengi.“ Þá sagði Karen nemendurna hafa tekið þessu rólega eins og flestir aðrir þó að sum hafi orðið svolítið hrædd, sérstaklega eftir stóra skjálftann.En eiga þau von á stórum skjálfta? „Við höfum heyrt talað um að það geti verið von á því en ég held að við séum ekkert að stressa okkur á því. Ef það kemur stærri skjálfti þá verður hann bara að koma. Það er líka allt í lagi að fólk undirbúi sig aðeins fyrir það og kannski spái aðeins í það hvað þarf að gera og hvað þarf að gerast,“ sagði Jóhannes. Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Mikil skjálftavirkni var við Grímsey í nótt. 22. febrúar 2018 09:53 „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. Í samtali við náttúruvársérfræðing hjá Veðurstofu Íslands í dag var sagt að ekki væri útilokað að skjálftahrina í Öxarfirði í morgun sé tilkomin vegna skjálftahrinunnar fyrir norðan Grímsey og þar af leiðandi hafi spenna færst á milli. Um miðjan dag höfðu á fjórða tug skjálfta orðið úti fyrir Kópaskeri og um hundrað við Grímsey. Í gær voru skjálftarnir á Grímseyjarbeltinu töluvert færri en undanfarnar vikur en hrinan hófst í lok janúar. Íbúar í Grímsey hafa orðið misvarir við skjálftahrinuna sem enn er í gangi. Þeir urðu hins vegar allir varir við stóra skjálftann í upphafi vikunnar.Drunur og hristingur „Þetta er nú eiginlega bara búið að vera leiðinlegt, mikil hreyfing hérna og stærstu skjálftarnir, þegar þeir koma, þá virkar þetta eins og það sé keyrt á húsið hérna,“ segir Guðrún Gísladóttir, íbúi í Grímsey. „Fyrst var þetta þannig að þetta var svona einn og einn að koma sem var yfir þrjá og þá eins og í þessu húsi þá heyrði maður svona eins og bíll hefði keyrt framhjá, svona drunur. En þessir stóru tveir, þá var hristingur,“ segir Alfreð Garðarsson, einnig íbúi í Grímsey. Íbúar eyjunnar hafa tekið höndum saman á meðan skjálftavirknin hefur varað og segja umræðuna hafa verið mikla. Sumir tóku niður hluti til þess að valda ekki tjóni eða slysum. „Við tókum eina þrjá hluti sem ég vil alls ekki missa, annað létum við bara eiga sig,“ segir Guðrún. Alfreð tók niður tvær myndir í hjónaherberginu sem voru fyrir ofan rúmið. „Fólki er ekkert alveg sama, sérstaklega þegar farið var að tala um það að við gætum kannski fengið stærri skjálfta,“ segir Guðrún.Undir borð og gripið í borðfótinn Skjálftarnir nú hafa einnig verið eitt aðalumræðuefnið hjá yngstu íbúum eyjunnar. „Ég hef verið svolítið hrædd stundum en svo eru sumir svona litlir. En já, annars er allt í lagi ef þeir eru litlir en ef þeir eru aðeins þá er mér ekki vel við þá,“ segir Guðbjörg Inga Sigurðardóttir, 11 ára nemandi í Grímseyjarskóla.En hvað á maður svo að gera þegar það kemur stór skjálfti? „Fara undir borð og halda í borðfótinn því annars gæti það bara flogið frá,“ segir Hannes Logi Jóhannsson, einnig 11 ára, og sýnir fréttamanni hvernig maður á að gera. Rætt var við Jóhannes Henningsson, formann hverfisráðs Grímseyjar, og Karen Nótt Halldórsdóttur, skólastjóra Grímseyjarskóla, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort að íbúar Grímseyjar séu ekki orðnir þreyttir á ástandinu sagði Jóhannes þetta vissulega hafa verið hundleiðinlegt. „Jú, þetta er auðvitað búið að vera hundleiðinlegt. Ég held að það sé ekkert stress í fólki þannig, við finnum orðið ekkert fyrir þessu lengur. Þetta var svolítið leiðinlegt í nokkra daga þarna um daginn og kannski óvanalegt hvað þetta er búið að standa lengi.“ Þá sagði Karen nemendurna hafa tekið þessu rólega eins og flestir aðrir þó að sum hafi orðið svolítið hrædd, sérstaklega eftir stóra skjálftann.En eiga þau von á stórum skjálfta? „Við höfum heyrt talað um að það geti verið von á því en ég held að við séum ekkert að stressa okkur á því. Ef það kemur stærri skjálfti þá verður hann bara að koma. Það er líka allt í lagi að fólk undirbúi sig aðeins fyrir það og kannski spái aðeins í það hvað þarf að gera og hvað þarf að gerast,“ sagði Jóhannes.
Eldgos og jarðhræringar Grímsey Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Mikil skjálftavirkni var við Grímsey í nótt. 22. febrúar 2018 09:53 „Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45
Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Mikil skjálftavirkni var við Grímsey í nótt. 22. febrúar 2018 09:53
„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og valdi einn íbúi í Grímsey að gista í bátnum sínum í nótt. 19. febrúar 2018 09:05