Göngumenn villtir í Reykjadal og bílar fastir á Mosfellsheiði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 08:38 Björgunarsveitir þurftu að sækja fólk í bíla á Mosfellsheiði í nótt. Vísir Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Um klukkan þrjú í nótt voru björgunarsveitir í Reykjavík kallaðar út til að aðstoða bílstjóra sem höfðu fest bíla á Mosfellsheiði. Fjórir bílar voru fastir á heiðinni og lauk aðgerðum nú rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Það höfðu dráttarbílar ætlað að fara í það verkefni en urðu frá að hverfa vegna ófærðar,“ segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Nokkrir hópar frá tveimur björgunarsveitum, Ársæli og Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur, fluttu fólkið úr þremur bílum til byggða en það tókst að losa einn bílinn. „Hann beið eftir moksturstækinu frá Vegagerðinni og ætlaði að komast niður þannig.“ Verkefnið gekk vel, björgunarsveitarhóparnir voru á leiðinni upp eftir á fimmta tímanum í morgun og höfðu lokið aðgerðinni núna rétt fyrir sjö. 100 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit fyrir norðan að týndum einstaklingi og svo þurfti einnig að aðstoða göngumenn sem höfðu farið út af leið. „Í gærkvöldi fóru björgunarsveitir Hveragerði og Eyrarbakka upp í Reykjadal. Þar voru tveir göngumenn villtir í hríðarveðrinu sem gekk yfir þar upp úr kvöldmataleytinu í gær. Þeir voru villtir og gekk á með éljum.“ Davíð segir að þetta hafi gengið vel. Þegar létti aðeins til náðu göngumennirnir svo að finna stiku svo þeir gátu fylgt leiðinni aftur til baka á móti björgunarsveitarfólkinu sem var á leiðinni til þeirra. Líðan þeirra var góð þegar þeir fundust.Búist er við myndarlegri lægð eftir hádegi í dag.Vísir/GVAFærð á vegumSnjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á Suð-vestanverðu landinu. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en ófært á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Þungfært og skafrenningur er Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð í Ísafirði. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Norðurlandi vestra. Á Norðaustur- og Austurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fagradal, Vatnsskarð eystra og Fjarðarheiði. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni að Höfn en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka. Vegagerðin vekur athygli á að í því veðurfari sem hefur gengið yfir að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður. Vegna mikillar úrkomu hefur verið töluvert grjóthrun í Hvalnesskriðum. Vatn flæðir yfir veg á þremur stöðum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og fara varlega á þessum svæðum.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Lægðin orðin „mjög myndarleg“ eftir hádegi Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis í dag þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Það gengur í 18 til 25 m/s seinnipartinn með slyddu og síðar rigningu en búist er við talsverðru úrkoma sunnan- og vestanlands. 23. febrúar 2018 07:12