Ef ég slæ Kára Stefánsson kinnhest... Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 Daginn eftir að ég flutti frá Íslandi til Bretlands stóð ég við mjólkurkæli í stórmarkaði með lamandi valkvíða og snert af heimþrá. Mjólkurúrval verslunarinnar var svo mikið að mjólkurkælirinn var sjö metra langur. Úrvalið var þó ekki eina menningarsjokkið sem beið mín í kælivörunum. Þar sem ég stóð full af söknuði eftir einfaldleika einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar – var Nýmjólk, Léttmjólk og Fjörmjólk ekki nóg? – heyrði ég ungan dreng biðja mömmu sína um að kaupa handa sér kókómjólk. Þegar móðirin neitaði rak drengur upp skaðræðisöskur. Útundan mér sá ég móðurina lyfta handleggnum. Ég taldi hana ætla að faðma drenginn að sér. Svo var þó ekki. Hvellur kvað við þegar móðirin rak syni sínum kinnhest.Aldalöng hefðÍ Bretlandi eru líkamsmeiðingar bannaðar samkvæmt almennum hegningarlögum. Ein undantekning er þó þar á. Foreldrar mega enn refsa börnum sínu með líkamsmeiðingum sé það gert skynsamlega og barnið láti ekki á sjá. Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórn Skotlands að hún hygðist banna siðinn. Upphófst umræða um hvort ekki væri ráð að enskum lögum yrði einnig breytt. Englendingar héldu nú ekki. Þeir báru því við að aldalöng hefð væri fyrir því að foreldrar döngluðu í óþekk börn; virða þyrfti frelsi foreldra til að siða börn sín eins og þeim sýndist best – ríkinu kæmi það ekkert við.Út fyrir túngarðinn Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið hörð viðbrögð. Þeir sem gagnrýnt hafa frumvarpið hafa einkum beint sjónum að tvennu: Trúfrelsi og virðingu fyrir menningu og hefðum annarra. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, komst svo að orði á Facebook: „Elsku vinir þetta snýst ekki um hvort okkur geðjist að umskurn drengja, flest okkar óar við slíku inngripi á börnum en það er bara ekki nóg að óa þegar kemur að umræðu um siðferðisviðmið og fjölmenningu við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn heima hjá okkur.“ Ég ætla að hætta á að afhjúpa minn innri molbúa sem „sér ekki út fyrir túngarðinn“ og spyrja: Hvað með börnin? Er enginn að hugsa um börnin? Einu sinni var hefð fyrir þrælahaldi. Enn eru konur grýttar í nafni trúarbragða. Fæstum okkar dytti í hug að réttlæta slíkt á þeim forsendum að um hefð eða trúarbrögð væri að ræða. Hvers vegna gilda önnur viðmið þegar um er að ræða börn en fullorðna?Heilagur rétturPistlahöfundurinn knái, Kári Stefánsson, skrifaði opið bréf til Alþingis Íslendinga í Fréttablaðið í vikunni undir yfirskriftinni „Leyfið foreldrunum“. Þar gagnrýndi hann frumvarpið um umskurð drengja og sagði það vega „að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa“. Nefndi hann sem dæmi að foreldrum sem tilheyrðu Vottum Jehóva leyfðist að meina læknum að gefa börnum sínum blóð þótt líf barnanna lægi við; foreldrum leyfðist að reykja og drekka áfengi kringum kornabörn sín þótt það skapaði þeim hættu. Þótt ég sé að þessu sinni á öndverðri skoðun við Kára sýnist mér hann enn sem oftar hitta naglann á höfuðið. Allt of víða er réttur foreldris til að vera fáviti dæmdur æðri rétti barns til mannréttinda. Af hverju trompa trúarbrögð foreldris rétt barns til eigin líkama? Af hverju er í lagi að reka barni kinnhest en ekki fullorðnum? Þótt siður sé útbreiddur þýðir það ekki að hann sé líðandi. Þótt eitthvað hafi verið stundað lengi er það ekki endilega réttmætt. Með sömu rökum og Kári tínir til í grein sinni vil ég biðla til Alþingis: „Leyfum foreldrum ekki“. Nær væri að kanna réttarstöðu barna sem eiga foreldra í Vottum Jehóva en að drekkja umskurðarfrumvarpinu í yfirlætisfullu orðagjálfri um frelsi, víðsýni og virðingu. Kári Stefánsson lýkur grein sinni á að segja frumvarpið forræðishyggju. Væri ekki hægt, með sömu rökum, að segja það forræðishyggju að ríkið banni mér að ganga upp að Kára og slá hann kinnhest? Mér er spurn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Daginn eftir að ég flutti frá Íslandi til Bretlands stóð ég við mjólkurkæli í stórmarkaði með lamandi valkvíða og snert af heimþrá. Mjólkurúrval verslunarinnar var svo mikið að mjólkurkælirinn var sjö metra langur. Úrvalið var þó ekki eina menningarsjokkið sem beið mín í kælivörunum. Þar sem ég stóð full af söknuði eftir einfaldleika einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar – var Nýmjólk, Léttmjólk og Fjörmjólk ekki nóg? – heyrði ég ungan dreng biðja mömmu sína um að kaupa handa sér kókómjólk. Þegar móðirin neitaði rak drengur upp skaðræðisöskur. Útundan mér sá ég móðurina lyfta handleggnum. Ég taldi hana ætla að faðma drenginn að sér. Svo var þó ekki. Hvellur kvað við þegar móðirin rak syni sínum kinnhest.Aldalöng hefðÍ Bretlandi eru líkamsmeiðingar bannaðar samkvæmt almennum hegningarlögum. Ein undantekning er þó þar á. Foreldrar mega enn refsa börnum sínu með líkamsmeiðingum sé það gert skynsamlega og barnið láti ekki á sjá. Í lok síðasta árs tilkynnti ríkisstjórn Skotlands að hún hygðist banna siðinn. Upphófst umræða um hvort ekki væri ráð að enskum lögum yrði einnig breytt. Englendingar héldu nú ekki. Þeir báru því við að aldalöng hefð væri fyrir því að foreldrar döngluðu í óþekk börn; virða þyrfti frelsi foreldra til að siða börn sín eins og þeim sýndist best – ríkinu kæmi það ekkert við.Út fyrir túngarðinn Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið hörð viðbrögð. Þeir sem gagnrýnt hafa frumvarpið hafa einkum beint sjónum að tvennu: Trúfrelsi og virðingu fyrir menningu og hefðum annarra. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, komst svo að orði á Facebook: „Elsku vinir þetta snýst ekki um hvort okkur geðjist að umskurn drengja, flest okkar óar við slíku inngripi á börnum en það er bara ekki nóg að óa þegar kemur að umræðu um siðferðisviðmið og fjölmenningu við verðum að bíta á jaxlinn og hugsa út fyrir túngarðinn heima hjá okkur.“ Ég ætla að hætta á að afhjúpa minn innri molbúa sem „sér ekki út fyrir túngarðinn“ og spyrja: Hvað með börnin? Er enginn að hugsa um börnin? Einu sinni var hefð fyrir þrælahaldi. Enn eru konur grýttar í nafni trúarbragða. Fæstum okkar dytti í hug að réttlæta slíkt á þeim forsendum að um hefð eða trúarbrögð væri að ræða. Hvers vegna gilda önnur viðmið þegar um er að ræða börn en fullorðna?Heilagur rétturPistlahöfundurinn knái, Kári Stefánsson, skrifaði opið bréf til Alþingis Íslendinga í Fréttablaðið í vikunni undir yfirskriftinni „Leyfið foreldrunum“. Þar gagnrýndi hann frumvarpið um umskurð drengja og sagði það vega „að rétti foreldra til þess að taka ákvarðanir fyrir hönd barna sinna sem hefur verið höndlaður sem allt að heilagur á Íslandi fram til þessa“. Nefndi hann sem dæmi að foreldrum sem tilheyrðu Vottum Jehóva leyfðist að meina læknum að gefa börnum sínum blóð þótt líf barnanna lægi við; foreldrum leyfðist að reykja og drekka áfengi kringum kornabörn sín þótt það skapaði þeim hættu. Þótt ég sé að þessu sinni á öndverðri skoðun við Kára sýnist mér hann enn sem oftar hitta naglann á höfuðið. Allt of víða er réttur foreldris til að vera fáviti dæmdur æðri rétti barns til mannréttinda. Af hverju trompa trúarbrögð foreldris rétt barns til eigin líkama? Af hverju er í lagi að reka barni kinnhest en ekki fullorðnum? Þótt siður sé útbreiddur þýðir það ekki að hann sé líðandi. Þótt eitthvað hafi verið stundað lengi er það ekki endilega réttmætt. Með sömu rökum og Kári tínir til í grein sinni vil ég biðla til Alþingis: „Leyfum foreldrum ekki“. Nær væri að kanna réttarstöðu barna sem eiga foreldra í Vottum Jehóva en að drekkja umskurðarfrumvarpinu í yfirlætisfullu orðagjálfri um frelsi, víðsýni og virðingu. Kári Stefánsson lýkur grein sinni á að segja frumvarpið forræðishyggju. Væri ekki hægt, með sömu rökum, að segja það forræðishyggju að ríkið banni mér að ganga upp að Kára og slá hann kinnhest? Mér er spurn.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun