Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 13:31 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Víglínunni fyrr í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála því að reglum um akstursgreiðslur þingmanna verði breitt. Vill Bjarni að þær verði skýrari og gagnsæi ríki um þessar greiðslur. „Og menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu. Og ef menn eru ekki tilbúnir til þess, þá er eitthvað að,“ sagði Bjarni í Víglínunni á Stöð 2 fyrr í dag. Þar var hann spurður út í akstursgreiðslur þingmanna og hvort Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki notast við þær aðeins of mikið. Bjarni sagði það ekki vera sitt að dæma og honum væri ekki kunnugt um að neitt brot hafi komið í ljós. „Ég hins vegar skil það mjög vel að fólki þyki einkennilegt að einstaka þingmenn keyri tugi þúsunda kílómetra og það séu engin ytri mörk á því hversu mikið af því sé hægt að fá endurgreitt, og það er komið upp núna. Það þýðir ekki að reglurnar hafa verið brotnar en það getur hins vegar vel verið að reglurnar hafi verið of óskýrar eða of lausbundna,“ sagði Bjarni. Hann var spurður hvort að reglurnar væru of gjafmildar en Bjarni vildi ekki segja það. „Vegna þess að þingmannsstarfið er engin venjuleg vinna. Sumir þingmenn, og ég hef kynnst nokkrum á mínum ferli, eru stanslaust á ferðinni að hitta fólk . Það koma varla saman tveir menn í héraði án þess að þingmaðurinn sé mættur til að taka þátt í samtalinu.“ Hann sagðist ekki vilja einsleitni í hóp þingmanna. „Ég styð til dæmis þetta kjördæmafyrirkomulag sem við erum með sem tryggir að við fáum fulltrúa landsbyggðarinnar inn á þingið þó að meirihluti þingmanna komi héðan af höfuðborgarsvæðinu þar sem flestir búa. Ég elska þegar ég sé fjölbreytni í svona reynslu og svona áherslum frá þingmönnum.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00 Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Forsætisráðherra vill allt upp á yfirborðið og telur eðlilegt að akstursdagbækur þingmanna séu aðgengilegar landsmönnum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn auðveldlega geta veitt upplýsingar um eigin akstur. 19. febrúar 2018 07:00
Bjarni sagði að búið væri að stórbæta kjör Íslendinga á síðustu árum Sagði Samtök atvinnulífsins hafa nokkuð til síns máls í umræðu um kjarasamninga. 24. febrúar 2018 13:08