Sagan endurtekur sig Lára G. Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2018 07:00 Síðari heimsstyrjöldinni er að ljúka og víða sjást auglýsingar með læknum og tannlæknum sem skarta sígarettum. Háls-, nef- og eyrnalæknir segir okkur að gefa hálsinum frí með því að reykja ferskar CAMEL sígarettur og tannlæknir mælir með VICEROYS. Markaðssetning sér til þess að árið 1967 reykja allt að 60% landsmanna og það þykir sjálfsagt að reykja innan um ungbörn, á spítölum og í flugvélum. Eftir hálfrar aldar baráttu erum við nú með eina lægstu tíðni í Evrópu. Um 10% fullorðinna reykja þessa skaðlegu vöru sem drepur helming neytenda hennar. En miðað við síðustu misseri er engu líkara en við séum að endurlifa nýtt reykingaæði með tilkomu rafsígaretta. Markaðssetning þeirra er þó með öðrum og dulbúnari hætti í formi samfélagsmiðla og ekki alltaf sýnileg okkur foreldrunum. Fjórðungur fermingarbarna hefur prófað rafsígarettur og helmingur menntaskólanema. Rafsígarettur eru orðnar svo algengar að það þykir orðið sjálfsagt að maður gangi innan um reykský. Því er ekki annað hægt en að fagna frumvarpi heilbrigðisráðherra um hömlur á sölu og útbreiðslu rafsígaretta. Líkt og hagsmunaaðilar börðust hart gegn hömlum á sölu sígaretta hér áður fyrr má búast við að frumvarp um rafsígarettur fái mikinn mótbyr. Þá er gott að hafa hugfast að meginmálið snýst ekki um hvort fullorðnir geti nálgast rafsígarettur til að hætta að reykja – það verður séð til þess – heldur snýst þetta um að rafsígarettur innihalda skaðleg efni og að börn eiga ekki að vera auðveld bráð þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Síðari heimsstyrjöldinni er að ljúka og víða sjást auglýsingar með læknum og tannlæknum sem skarta sígarettum. Háls-, nef- og eyrnalæknir segir okkur að gefa hálsinum frí með því að reykja ferskar CAMEL sígarettur og tannlæknir mælir með VICEROYS. Markaðssetning sér til þess að árið 1967 reykja allt að 60% landsmanna og það þykir sjálfsagt að reykja innan um ungbörn, á spítölum og í flugvélum. Eftir hálfrar aldar baráttu erum við nú með eina lægstu tíðni í Evrópu. Um 10% fullorðinna reykja þessa skaðlegu vöru sem drepur helming neytenda hennar. En miðað við síðustu misseri er engu líkara en við séum að endurlifa nýtt reykingaæði með tilkomu rafsígaretta. Markaðssetning þeirra er þó með öðrum og dulbúnari hætti í formi samfélagsmiðla og ekki alltaf sýnileg okkur foreldrunum. Fjórðungur fermingarbarna hefur prófað rafsígarettur og helmingur menntaskólanema. Rafsígarettur eru orðnar svo algengar að það þykir orðið sjálfsagt að maður gangi innan um reykský. Því er ekki annað hægt en að fagna frumvarpi heilbrigðisráðherra um hömlur á sölu og útbreiðslu rafsígaretta. Líkt og hagsmunaaðilar börðust hart gegn hömlum á sölu sígaretta hér áður fyrr má búast við að frumvarp um rafsígarettur fái mikinn mótbyr. Þá er gott að hafa hugfast að meginmálið snýst ekki um hvort fullorðnir geti nálgast rafsígarettur til að hætta að reykja – það verður séð til þess – heldur snýst þetta um að rafsígarettur innihalda skaðleg efni og að börn eiga ekki að vera auðveld bráð þeirra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar