Samhljómur um að birta gögn tíu ár aftur í tímann Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 14:01 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Samhljómur er meðal flokka á Alþingi um að birta eigi upplýsingar um þingfararkostnað minnst tíu ár aftur í tímann. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Þar var sérstaklega rætt um aksturskotnað þingmanna. Til stendur að opna vef þar sem upplýsingar um þingfararkostnað verði aðgengilegar á morgun. „Það eru nokkrir farvegir sem þetta mál er í. Eitt er þessi upplýsingagjöf um þingfararkostnað og breytilegan kostnað og svo framvegis,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og 5. varaforseti Alþingis, í samtali við Vísi. „Það er þessi vefsíða sem á að opna. Hún á að opna á morgun en er ekki komin með nema fastakostnaðinn. Þeir eru enn að reikna þetta eitthvað á skrifstofunni og þurfa viku í viðbót. Þá kemur breytilegi kostnaðurinn.“Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/VilhelmAð endingu ákvörðun forseta Forsætisnefnd samþykkti á fundi í síðustu viku að birta ætti upplýsingar frá 1. janúar 2018 og að þær verði uppfærðar mánaðarlega framvegis. Nú virðist hins vegar kominn samhljómur í þingmenn um að birta eigi upplýsingar minnst 10 ár aftur í tímann. „Það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Jón Þór og bætir við að það sé að endingu ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.Á fundinum fjallaði nefndin einnig um erindi Björns Levís Gunnarssonar um hvort forsætisnefnd skuli rannsaka málið sem brot á siðareglum. „Það erindi var tekið fyrir. Því fylgdi minnisblað frá skrifstofu þingsins,“ segir Jón Þór. Hann segir nefndarmenn nýbúna að fá það blað í hendurnar og muni ræða það á næsta fundi. Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykktar breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. 22. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Samhljómur er meðal flokka á Alþingi um að birta eigi upplýsingar um þingfararkostnað minnst tíu ár aftur í tímann. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Þar var sérstaklega rætt um aksturskotnað þingmanna. Til stendur að opna vef þar sem upplýsingar um þingfararkostnað verði aðgengilegar á morgun. „Það eru nokkrir farvegir sem þetta mál er í. Eitt er þessi upplýsingagjöf um þingfararkostnað og breytilegan kostnað og svo framvegis,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og 5. varaforseti Alþingis, í samtali við Vísi. „Það er þessi vefsíða sem á að opna. Hún á að opna á morgun en er ekki komin með nema fastakostnaðinn. Þeir eru enn að reikna þetta eitthvað á skrifstofunni og þurfa viku í viðbót. Þá kemur breytilegi kostnaðurinn.“Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.Vísir/VilhelmAð endingu ákvörðun forseta Forsætisnefnd samþykkti á fundi í síðustu viku að birta ætti upplýsingar frá 1. janúar 2018 og að þær verði uppfærðar mánaðarlega framvegis. Nú virðist hins vegar kominn samhljómur í þingmenn um að birta eigi upplýsingar minnst 10 ár aftur í tímann. „Það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Jón Þór og bætir við að það sé að endingu ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.Á fundinum fjallaði nefndin einnig um erindi Björns Levís Gunnarssonar um hvort forsætisnefnd skuli rannsaka málið sem brot á siðareglum. „Það erindi var tekið fyrir. Því fylgdi minnisblað frá skrifstofu þingsins,“ segir Jón Þór. Hann segir nefndarmenn nýbúna að fá það blað í hendurnar og muni ræða það á næsta fundi.
Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykktar breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. 22. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25
Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykktar breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. 22. febrúar 2018 11:23