Leikstjórnandi Seahawks æfir með Yankees Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2018 23:30 Russ elskar að vera í búningi Yankees. vísir/ap Russell Wilson er einn hæfileikaríkasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Hann er leikstjórnandi Seattle Seahawks í NFL-deildinni og er einnig á mála hjá NY Yankees í hafnaboltadeildinni. Wilson var frábær í báðum íþróttum og hefur undanfarin ár verið samningsbundinn Texas Rangers og æft reglulega með þeim. Á dögunum var honum svo skipt til NY Yankees og hann er nú mættur til æfinga hjá félaginu. Með því rættist æskudraumur Wilson. Að fá að klæðast búningi Yankees. Hann æfði með stjörnum liðsins í gær. Þeim Giancarlo Stanton, Aaron Judge, Gary Sanchez og Greg Bird. Blaðamenn töldu heimahafnarhlaupin hjá þeim á æfingunni. Stanton leiddi með 15, Judge náði 10 og Bird 8. Wilson kom svo næstur með 6 eða einu fleira en Sanchez. „Það er langt síðan ég sló boltann en þetta þekki ég. Ég gæti ekki stigið út á körfuboltavöll, ég yrði ekki góður þar en að spila hafnabolta er eins og að hjóla. Gleymist aldrei þó svo þetta sé mjög erfið íþrótt,“ sagði Wilson glaður. „Að æfa hérna með Yankees er með því svalara sem ég hef gert. Ég reyndi að fá sama númer og ég er með í NFL-deildinni en það er upptekið. Ég hef dreymt um að vera leikmaður Yankees síðan ég var krakki. Ég horfði alltaf á þá spila. Þetta er því geggjað fyrir mig.“ Faðir Wilson, Harrison Wilson III, hélt með Yankees allt sitt líf og dreymdi um að sonurinn spilaði með Yankees. Hann féll frá árið 2010. „Ég sagði alltaf við pabba að ég yrði leikmaður Yankees einn daginn. Nú er ég hér og það er frábært.“Wilson hefur litið vel út á æfingum hjá Yankees. Sportið liggur vel fyrir honum.vísir/ap NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira
Russell Wilson er einn hæfileikaríkasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Hann er leikstjórnandi Seattle Seahawks í NFL-deildinni og er einnig á mála hjá NY Yankees í hafnaboltadeildinni. Wilson var frábær í báðum íþróttum og hefur undanfarin ár verið samningsbundinn Texas Rangers og æft reglulega með þeim. Á dögunum var honum svo skipt til NY Yankees og hann er nú mættur til æfinga hjá félaginu. Með því rættist æskudraumur Wilson. Að fá að klæðast búningi Yankees. Hann æfði með stjörnum liðsins í gær. Þeim Giancarlo Stanton, Aaron Judge, Gary Sanchez og Greg Bird. Blaðamenn töldu heimahafnarhlaupin hjá þeim á æfingunni. Stanton leiddi með 15, Judge náði 10 og Bird 8. Wilson kom svo næstur með 6 eða einu fleira en Sanchez. „Það er langt síðan ég sló boltann en þetta þekki ég. Ég gæti ekki stigið út á körfuboltavöll, ég yrði ekki góður þar en að spila hafnabolta er eins og að hjóla. Gleymist aldrei þó svo þetta sé mjög erfið íþrótt,“ sagði Wilson glaður. „Að æfa hérna með Yankees er með því svalara sem ég hef gert. Ég reyndi að fá sama númer og ég er með í NFL-deildinni en það er upptekið. Ég hef dreymt um að vera leikmaður Yankees síðan ég var krakki. Ég horfði alltaf á þá spila. Þetta er því geggjað fyrir mig.“ Faðir Wilson, Harrison Wilson III, hélt með Yankees allt sitt líf og dreymdi um að sonurinn spilaði með Yankees. Hann féll frá árið 2010. „Ég sagði alltaf við pabba að ég yrði leikmaður Yankees einn daginn. Nú er ég hér og það er frábært.“Wilson hefur litið vel út á æfingum hjá Yankees. Sportið liggur vel fyrir honum.vísir/ap
NFL Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Sjá meira