Intersex og umskurður Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Umræðan tekur stundum á sig áhugaverðar myndir. Ég sat á dögunum málþing um réttindi og líkamlega friðhelgi intersex fólks, þar með talið barna. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk, fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, verið látið sæta róttækum og oft óafturkræfum inngripum s.s. skurðaðgerðum og hormónameðferðum til að laga kyneinkenni þeirra að væntingum um dæmigert útlit og form. Oft eru inngripin framkvæmd á ungbörnum sem geta ekki tekið þátt í ákvörðuninni, þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkamlegri heilsu þeirra í hættu, en inngripið gæti sannarlega falið í sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar. Á síðustu árum hefur þó orðið mikill viðsnúningur hér á landi samhliða vitundarvakningu á erlendri grund. Malta varð árið 2015 fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega friðhelgi intersex fólks, þ.m.t. barna, og sambærileg vinna er hafin víðar í Evrópu, m.a. á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar. Markmiðið er að það verði – loksins – skýrt kveðið á í lögum að læknisfræðileg inngrip á intersex börnum verði bönnuð nema um nauðsynlegar aðgerðir sé að ræða sem ekki er hægt að forðast eða fresta þar til einstaklingur getur tekið upplýsta ákvörðun um slíkt. En aftur að samfélagsumræðunni og skrítnum birtingarmyndum. Það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi verið uppfullir síðustu daga af umfjöllun um læknisfræðilega ónauðsynleg, óafturkræf inngrip í líkama barna með oft verulega neikvæðum afleiðingum. En réttindi og velferð intersex barna voru þar ekki í forgrunni, heldur nýlegt frumvarp sem er til umræðu á Alþingi og varðar bann við umskurði drengja að viðlögðum fangelsisdómi til allt að sex ára. Frumvarpið er mjög umdeilt eins og flestir hafa líklega orðið varir við. En yfirlýstir stuðningsmenn eru líka fjölmargir, m.a. úr röðum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Er til of mikils ætlast að fara fram á sama áhuga og umhyggju fyrir velferð intersex barna? Við þurfum að festa vernd þessa hóps í lög sem fyrst.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Umræðan tekur stundum á sig áhugaverðar myndir. Ég sat á dögunum málþing um réttindi og líkamlega friðhelgi intersex fólks, þar með talið barna. Í gegnum tíðina hefur intersex fólk, fólk sem fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, verið látið sæta róttækum og oft óafturkræfum inngripum s.s. skurðaðgerðum og hormónameðferðum til að laga kyneinkenni þeirra að væntingum um dæmigert útlit og form. Oft eru inngripin framkvæmd á ungbörnum sem geta ekki tekið þátt í ákvörðuninni, þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkamlegri heilsu þeirra í hættu, en inngripið gæti sannarlega falið í sér alvarlegar líkamlegar og andlegar afleiðingar. Á síðustu árum hefur þó orðið mikill viðsnúningur hér á landi samhliða vitundarvakningu á erlendri grund. Malta varð árið 2015 fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega friðhelgi intersex fólks, þ.m.t. barna, og sambærileg vinna er hafin víðar í Evrópu, m.a. á Íslandi. Það eru góðu fréttirnar. Markmiðið er að það verði – loksins – skýrt kveðið á í lögum að læknisfræðileg inngrip á intersex börnum verði bönnuð nema um nauðsynlegar aðgerðir sé að ræða sem ekki er hægt að forðast eða fresta þar til einstaklingur getur tekið upplýsta ákvörðun um slíkt. En aftur að samfélagsumræðunni og skrítnum birtingarmyndum. Það er ekki ofsögum sagt að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar hafi verið uppfullir síðustu daga af umfjöllun um læknisfræðilega ónauðsynleg, óafturkræf inngrip í líkama barna með oft verulega neikvæðum afleiðingum. En réttindi og velferð intersex barna voru þar ekki í forgrunni, heldur nýlegt frumvarp sem er til umræðu á Alþingi og varðar bann við umskurði drengja að viðlögðum fangelsisdómi til allt að sex ára. Frumvarpið er mjög umdeilt eins og flestir hafa líklega orðið varir við. En yfirlýstir stuðningsmenn eru líka fjölmargir, m.a. úr röðum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Er til of mikils ætlast að fara fram á sama áhuga og umhyggju fyrir velferð intersex barna? Við þurfum að festa vernd þessa hóps í lög sem fyrst.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun