Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun. Bílstjórinn fór í kaffi á meðan hún sat ein og yfirgefin í bílnum. Vísir/stefán Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55