Gæludýr leyfð í Strætó frá og með morgundeginum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 12:33 Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Vísir/Pjetur Frá og með morgundeginum, 1.mars, verða gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Strætó bs. undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir undanfarnar vikur í góðu samstarfi við hagsmunaðila, s.s. starfsmenn Strætó, Hundaræktarfélag Íslands, Dýraverndurarsamtök Íslands, Heilbrigðisnefndir og Astma- og ofnæmisfélag Íslands. Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Gæludýraeigendur og Strætó bs. þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem ráðuneytið setur. Reglur og viðmið hafa verið sett fram sem finna má á heimasíðu Strætó en þar er m.a. nefnt: Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt. Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00. Gæludýr sem leyfilegt er að ferðast með í strætó eru hundar og kettir sem eru skráðir í samræmi við samþykktir um hunda-og kattahald í hlutaðeigandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Hver farþegi sem ber ábyrgð á gæludýri má einungis bera ábyrgð á einu búri, einni tösku eða einum hundi í taumi í einu. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að nota munnkörfu og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Heimilt er að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er þannig gerðar að dýrið geti ekki smokrað sér úr því og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi. Samgöngur Tengdar fréttir Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01 Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Frá og með morgundeginum, 1.mars, verða gæludýr leyfð í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti Strætó bs. undanþágu frá reglugerð um hollustuhætti. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir undanfarnar vikur í góðu samstarfi við hagsmunaðila, s.s. starfsmenn Strætó, Hundaræktarfélag Íslands, Dýraverndurarsamtök Íslands, Heilbrigðisnefndir og Astma- og ofnæmisfélag Íslands. Ekki þarf að greiða sérstakt fargjald fyrir dýrin. Gæludýraeigendur og Strætó bs. þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem ráðuneytið setur. Reglur og viðmið hafa verið sett fram sem finna má á heimasíðu Strætó en þar er m.a. nefnt: Sá sem ferðast með dýr kemur í framdyrnar til að greiða fargjald og fer síðan með gæludýr inn um aftari/miðdyr vagnsins. Gæludýr skulu vera í aftari hluta vagnsins. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal tilkynna vagnstjóra um gæludýrið um leið og fargjald er greitt. Óheimilt er að ferðast með gæludýr í strætisvögnum á annatíma sem telst vera á virkum dögum, frá og með mánudegi og til og með föstudags, á milli kl. 07.00-09.00 og frá kl. 15.00-18.00. Gæludýr sem leyfilegt er að ferðast með í strætó eru hundar og kettir sem eru skráðir í samræmi við samþykktir um hunda-og kattahald í hlutaðeigandi sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nagdýr, fuglar, kanínur, froskar, skrautfiskar, skriðdýr og skordýr, enda sé heimilt að halda þessi dýr á Íslandi. Hver farþegi sem ber ábyrgð á gæludýri má einungis bera ábyrgð á einu búri, einni tösku eða einum hundi í taumi í einu. Farþegi sem ferðast með gæludýr skal hafa náð 18 ára aldri og ber hann ábyrgð á dýrinu sem hann ferðast með. Gæludýr sem ferðast er með í strætó skulu vera í töskum eða lokuðum búrum sem tryggja að dýr geti ekki sloppið út. Búr eiga að vera vel skorðuð og geymd í kjöltu ábyrgðaraðila eða á gólfi við fætur hans. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að grípa til sérstakra aðgerða svo sem að nota munnkörfu og tryggja þar með öryggi farþega, dýrsins sjálfs eða annarra dýra. Heimilt er að ferðast með hund í hálsól eða beisli og stuttum taumi sem er þannig gerðar að dýrið geti ekki smokrað sér úr því og tryggt að hundur sé ávalt undir stjórn ábyrgðaraðila hans. Hundar mega ekki vera í útdraganlegum taumi.
Samgöngur Tengdar fréttir Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01 Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Strætó samþykkir að leyfa gæludýr í vögnum Tilkynnt verður síðar hvenær ákvörðunin tekur gildi. 2. febrúar 2018 17:01
Stefnt á að gæludýr verði leyfð í Strætó frá og með 1. mars Um er að ræða tilraunaverkefni sem myndi standa yfir í eitt ár. 31. janúar 2018 19:08