Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2018 17:05 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG: vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar Air Atlanta hafi á undanförnum árum flutt vopn til Sádi-Arabíu sem undirverktaki ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. „Það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum að hafa staðið hér í ræðustól Alþingis í gær og verið að tala um skömm og ábyrgð þeirra ríkja sem bera á stríðsástandinu og hörmungunum í Sýrlandi og Jemen og hvetja okkur þingheim og íslensk stjórnvöld til að tala fyrir friðsamlegum lausnum í hvívetna á alþjóðavettvangi, og ekki bara tala fyrir þeim heldur beita sér fyrir þeim, og horfa svo á þáttinn Kveik á RÚV um kvöldið þar sem fram komu upplýsingar um að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu þaðan sem þau gátu borist til Jemens og Sýrlands,“ sagði Rósa Björk.Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag.Stangist á við utanríkisstefnu Íslands Sagði hún málið vera grafalvarlegt en fundað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar meðal annars kom fram að yfirvöld hafi hafið vinnu við að breyta verklagi og reglugerð við veitingu heimildar til vopnaflutninga. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda, þangað til í gær er beiðni Air Atlanta um áframhaldandi leyfi til vopnaflutninga var hafnað. „Málið er grafalvarlegt og stangast fyllilega á við þau gildi sem bæði við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum haft í okkar stefnu frá upphafi og stangast líka harkalega á við þá utanríkisstefnu sem Ísland hefur haldið á lofti og á að halda á lofti sem er friðarstefna, virðing fyrir mannréttindum og jöfnuði,“ sagði Rósa Björk. „Nei, í þess stað hefur íslenskt flugfélag flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem mjög miklar líkur eru á að þau hafi borist til Jemens og Sýrlands. Jemen og Sýrlandi er lýst sem sláturhúsum heims af fráfarandi mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna“, sagði Rósa Björk með tárin í augunum. Þurfti hún á þessum tímapunkti að gera hlé á ræðu sinni áður en hún hélt áfram.„Það verður að velta við hverjum steini hér, gefa skýr skilaboð um að Ísland leyfi engar undanþágur frá alþjóðlegum samkomulögum sem við höfum undirgengist, engar undanþágur um vopnaflutninga sem bitna á sýrlenskum börnum og konum og í Jemen sem eru helstu fórnarlömb þessara stríðsátaka.“Hlusta má á ræðu Rósu Bjarkar hér. Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar Air Atlanta hafi á undanförnum árum flutt vopn til Sádi-Arabíu sem undirverktaki ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. „Það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum að hafa staðið hér í ræðustól Alþingis í gær og verið að tala um skömm og ábyrgð þeirra ríkja sem bera á stríðsástandinu og hörmungunum í Sýrlandi og Jemen og hvetja okkur þingheim og íslensk stjórnvöld til að tala fyrir friðsamlegum lausnum í hvívetna á alþjóðavettvangi, og ekki bara tala fyrir þeim heldur beita sér fyrir þeim, og horfa svo á þáttinn Kveik á RÚV um kvöldið þar sem fram komu upplýsingar um að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu þaðan sem þau gátu borist til Jemens og Sýrlands,“ sagði Rósa Björk.Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag.Stangist á við utanríkisstefnu Íslands Sagði hún málið vera grafalvarlegt en fundað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar meðal annars kom fram að yfirvöld hafi hafið vinnu við að breyta verklagi og reglugerð við veitingu heimildar til vopnaflutninga. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda, þangað til í gær er beiðni Air Atlanta um áframhaldandi leyfi til vopnaflutninga var hafnað. „Málið er grafalvarlegt og stangast fyllilega á við þau gildi sem bæði við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum haft í okkar stefnu frá upphafi og stangast líka harkalega á við þá utanríkisstefnu sem Ísland hefur haldið á lofti og á að halda á lofti sem er friðarstefna, virðing fyrir mannréttindum og jöfnuði,“ sagði Rósa Björk. „Nei, í þess stað hefur íslenskt flugfélag flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem mjög miklar líkur eru á að þau hafi borist til Jemens og Sýrlands. Jemen og Sýrlandi er lýst sem sláturhúsum heims af fráfarandi mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna“, sagði Rósa Björk með tárin í augunum. Þurfti hún á þessum tímapunkti að gera hlé á ræðu sinni áður en hún hélt áfram.„Það verður að velta við hverjum steini hér, gefa skýr skilaboð um að Ísland leyfi engar undanþágur frá alþjóðlegum samkomulögum sem við höfum undirgengist, engar undanþágur um vopnaflutninga sem bitna á sýrlenskum börnum og konum og í Jemen sem eru helstu fórnarlömb þessara stríðsátaka.“Hlusta má á ræðu Rósu Bjarkar hér.
Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28