Söngástríðan fylgir mér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 12:00 Kristín kennir söng, syngur í kórum og stjórnar. Á tónleikunum í dag sér hún ein um sönginn. Fréttablaðið/Ernir Ljóðatónlist eftir Schubert og Richard Strauss og nokkur frönsk lög eftir Fauré hljóma á tónleikum sem hefjast klukkan 17 í dag í Fella- og Hólakirkju. Það eru þær Kristín R. Sigurðardóttir söngkona og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sem flytja. Tónleikarnir eru bæði í tilefni af stórafmæli Kristínar og hluti af tónleikaröð kirkjunnar. Kristín kveðst hafa byrjaði að syngja í barnakór níu ára hjá Guðrúnu Birnu Hannesdóttur tónlistarkennara. „Þá uppgötvaðist röddin mín, segir hún glaðlega. „Ég hafði strax mjög gaman af að syngja og söngástríða fylgir mér.“ Ekki kveðst hún vera af söngfólki komin þó foreldrar hennar hafi haft góðar raddir. „Það var sko sungið heima þegar partí voru og mamma gat apað eftir Maríu Markan!“ Í Breiðholtinu átti Kristín heima frá sex ára aldri fram yfir tvítugt og hún fór í fjölbrautaskólann þar. „Ég byrjaði líka söngnám, sextán ára, í Tónskóla Sigursveins en fór þó ekki að taka það alvarlega fyrr en um tvítugt, þá búin að eiga tvö börn.“ Eftir nám í Söngskólanum, framhaldsnám á Ítalíu og kennaranám við Söngskólann hefur hún mikið fengist við kennslu. „Það eru átján ár sem ég hef verið að kenna. Var lengi við söngskóla Sigurðar Demetz, flutti mig svo um set og kenndi á Egilsstöðum í eitt ár og annað á Seyðisfirði. Þá vökvaði ég svolítið ræturnar því pabbi er ættaður að austan, úr Fellunum og Hjaltastaðaþinghá.“ Afmælisferð bíður sumarsins. Þá á að kíkja til Ítalíu. „Ég á góðar minningar frá Ítalíu síðan ég var þar við söngnám,“ segir Kristín sem kveðst hafa í ýmis horn að líta eins og er. „Ég tók að mér afleysingu í Grindavík og keyri þangað einu sinni í viku núna í stuttan tíma. Svo tók ég mig til og fór í háskólann og stofnaði líka kór við Tækniskólann. Líf mitt hefur snúist mikið um söng. Ég hef ofsalega gaman af að kenna og starfa með kórum, syng næstum hvað sem er. Röddin mín er alltaf að þróast og vaxa og ég tengist henni alltaf betur og betur. Í söng kúpla ég mig frá amstri dagsins og kemst í algert núvitundarástand.“ Frítt er inn á tónleikana í dag og boðið upp á kaffi á eftir en tekið við frjálsum framlögum við innganginn. Allir eru velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Ljóðatónlist eftir Schubert og Richard Strauss og nokkur frönsk lög eftir Fauré hljóma á tónleikum sem hefjast klukkan 17 í dag í Fella- og Hólakirkju. Það eru þær Kristín R. Sigurðardóttir söngkona og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sem flytja. Tónleikarnir eru bæði í tilefni af stórafmæli Kristínar og hluti af tónleikaröð kirkjunnar. Kristín kveðst hafa byrjaði að syngja í barnakór níu ára hjá Guðrúnu Birnu Hannesdóttur tónlistarkennara. „Þá uppgötvaðist röddin mín, segir hún glaðlega. „Ég hafði strax mjög gaman af að syngja og söngástríða fylgir mér.“ Ekki kveðst hún vera af söngfólki komin þó foreldrar hennar hafi haft góðar raddir. „Það var sko sungið heima þegar partí voru og mamma gat apað eftir Maríu Markan!“ Í Breiðholtinu átti Kristín heima frá sex ára aldri fram yfir tvítugt og hún fór í fjölbrautaskólann þar. „Ég byrjaði líka söngnám, sextán ára, í Tónskóla Sigursveins en fór þó ekki að taka það alvarlega fyrr en um tvítugt, þá búin að eiga tvö börn.“ Eftir nám í Söngskólanum, framhaldsnám á Ítalíu og kennaranám við Söngskólann hefur hún mikið fengist við kennslu. „Það eru átján ár sem ég hef verið að kenna. Var lengi við söngskóla Sigurðar Demetz, flutti mig svo um set og kenndi á Egilsstöðum í eitt ár og annað á Seyðisfirði. Þá vökvaði ég svolítið ræturnar því pabbi er ættaður að austan, úr Fellunum og Hjaltastaðaþinghá.“ Afmælisferð bíður sumarsins. Þá á að kíkja til Ítalíu. „Ég á góðar minningar frá Ítalíu síðan ég var þar við söngnám,“ segir Kristín sem kveðst hafa í ýmis horn að líta eins og er. „Ég tók að mér afleysingu í Grindavík og keyri þangað einu sinni í viku núna í stuttan tíma. Svo tók ég mig til og fór í háskólann og stofnaði líka kór við Tækniskólann. Líf mitt hefur snúist mikið um söng. Ég hef ofsalega gaman af að kenna og starfa með kórum, syng næstum hvað sem er. Röddin mín er alltaf að þróast og vaxa og ég tengist henni alltaf betur og betur. Í söng kúpla ég mig frá amstri dagsins og kemst í algert núvitundarástand.“ Frítt er inn á tónleikana í dag og boðið upp á kaffi á eftir en tekið við frjálsum framlögum við innganginn. Allir eru velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira