Endaði næstum því á brjóstunum í beinni á ÓL þegar búningurinn hennar bilaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 10:30 Yura Min var næstum því komin úr að ofan eins og sést hér. Vísir/EPA Suður-Kóresku listdanskonunni Yuru Min tókst á einhvern hátt að bjarga sér frá einu vandræðalegasta mómenti í sögu Ólympíuleikanna um helgina. Hún hafði síðan mikinn húmor fyrir öllu saman eftir keppnina. Yura Min fékk meiri athygli á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang en árangurinn gaf tilefni til. Wardrobe malfunction threatens Novi ice dancer's Winter Olympics debut https://t.co/v1D2k9CCq7#Olympics@Olympics — Freep Sports (@freepsports) February 11, 2018 Yura Min var að keppa í ísdansi para á leikunum og skautaði með Alexander Gamelin. Strax í upphafi dansins gerðist það sem er líklega ein af martröðum skautadansara eða annarra sem koma fram. Búningurinn gaf sig. Martröðin að standa allt í einu nakin frammi fyrir fjölda áhorfenda var næstum því orðin að veruleika hjá Yuru Min. „Eftir aðeins fimm sekúndur af dansinum þá losnaði krækjan,“ sagði Yura Min í viðtali við Detroit Free Press. Þetta var ekki hvaða krækja sem er heldur sú sem hélt efri hluta keppniskjólsins saman. „Ég hugsaði: Ó nei,“ sagði Yura Min og bætti við: „Ef hún losnar þá gæti toppurinn dottið af. Ég var skelfingu lostin það sem eftir lifði dansins,“ sagði Yura Min. Hún hætti samt ekki heldur hélt dansinum áfram eins og og ekkert hefði gerst. Eða næstum því ekkert. „Ég hætti ekki því þá hefði ég fengið mínus. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta og laga þetta og eiga á hættu að fá mínus eða halda bara áfram,“ sagði Yura Min. „Þetta voru fyrstu Ólympíuleikarnir mínir og okkar fyrsti dans. Það hefði verið skelfilegt hefði toppurinn dottið af mér. Ég var skelfingu lostin allan tímann,“ sagði Min. Dansfélagi hennar tók eftir þessu um miðjan dansinn. Einu sinni þurfti hún að laga búninginn og hann er sannfærður um að þau hafi fengið mikinn mínus fyrir það. Þau enduðu í það minnsta í níunda sæti af tíu keppendum. Yura Min hafði mikinn húmor fyrir öllu saman eins og sést á þessu myndbandi sem hún setti inn á Twitter-reikninginn sinn.Oopsie pic.twitter.com/KP2QlTisCW — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018 Yura Min þakkaði líka áhorfendunum fyrir stuðninginn með stuttum pistil á Twitter. Þetta verður ekki lífsreynsla sem hún gleymir í bráð.Despite the wardrobe malfunction, I had an amazing time competing in my home country! I promise to sew myself in for the individual event. I would like to thank the audience for keeping us going until the end. Couldn't have done it without you guys #gratefulpic.twitter.com/B8UuRNgRMu — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Suður-Kóresku listdanskonunni Yuru Min tókst á einhvern hátt að bjarga sér frá einu vandræðalegasta mómenti í sögu Ólympíuleikanna um helgina. Hún hafði síðan mikinn húmor fyrir öllu saman eftir keppnina. Yura Min fékk meiri athygli á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang en árangurinn gaf tilefni til. Wardrobe malfunction threatens Novi ice dancer's Winter Olympics debut https://t.co/v1D2k9CCq7#Olympics@Olympics — Freep Sports (@freepsports) February 11, 2018 Yura Min var að keppa í ísdansi para á leikunum og skautaði með Alexander Gamelin. Strax í upphafi dansins gerðist það sem er líklega ein af martröðum skautadansara eða annarra sem koma fram. Búningurinn gaf sig. Martröðin að standa allt í einu nakin frammi fyrir fjölda áhorfenda var næstum því orðin að veruleika hjá Yuru Min. „Eftir aðeins fimm sekúndur af dansinum þá losnaði krækjan,“ sagði Yura Min í viðtali við Detroit Free Press. Þetta var ekki hvaða krækja sem er heldur sú sem hélt efri hluta keppniskjólsins saman. „Ég hugsaði: Ó nei,“ sagði Yura Min og bætti við: „Ef hún losnar þá gæti toppurinn dottið af. Ég var skelfingu lostin það sem eftir lifði dansins,“ sagði Yura Min. Hún hætti samt ekki heldur hélt dansinum áfram eins og og ekkert hefði gerst. Eða næstum því ekkert. „Ég hætti ekki því þá hefði ég fengið mínus. Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta og laga þetta og eiga á hættu að fá mínus eða halda bara áfram,“ sagði Yura Min. „Þetta voru fyrstu Ólympíuleikarnir mínir og okkar fyrsti dans. Það hefði verið skelfilegt hefði toppurinn dottið af mér. Ég var skelfingu lostin allan tímann,“ sagði Min. Dansfélagi hennar tók eftir þessu um miðjan dansinn. Einu sinni þurfti hún að laga búninginn og hann er sannfærður um að þau hafi fengið mikinn mínus fyrir það. Þau enduðu í það minnsta í níunda sæti af tíu keppendum. Yura Min hafði mikinn húmor fyrir öllu saman eins og sést á þessu myndbandi sem hún setti inn á Twitter-reikninginn sinn.Oopsie pic.twitter.com/KP2QlTisCW — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018 Yura Min þakkaði líka áhorfendunum fyrir stuðninginn með stuttum pistil á Twitter. Þetta verður ekki lífsreynsla sem hún gleymir í bráð.Despite the wardrobe malfunction, I had an amazing time competing in my home country! I promise to sew myself in for the individual event. I would like to thank the audience for keeping us going until the end. Couldn't have done it without you guys #gratefulpic.twitter.com/B8UuRNgRMu — Yura Min () (@Yuraxmin) February 11, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira