Það verður að koma ástinni að Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 07:00 „Við erum að bjarga menningarverðmætum,“ segir Bára um útgáfu kvæðalaganna. Vísir/ernir „Við erum að gefa út hluta af því efni sem til er á segulbandasafni kvæðamannafélagsins, bæði á bók og geisladiskum. Þannig björgum við menningarverðmætum,“ upplýsir tónlistarkonan Bára Grímsdóttir þegar hún er spurð út í útgáfu sem Kvæðamannafélagið Iðunn er að safna fyrir með skemmtikvöldi á Sólon annað kvöld sem hefst klukkan 20. Bára segir 160 kvæðalög til á gömlum spólum. „Efnið er í þokkalegum gæðum en sumt þarf að laga og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og tónlistarmaður, er að hjálpa okkur með það. Í mörgum lögum eru bara sungnar tvær vísur, eða sama vísan tvisvar, þar var verið að hugsa um að varðveita lagboðann, en ef þær vísur eru brot úr lengra kvæði eða rímu höfum við líka reynt að grafa upp viðbótina og birta. Steindór Andersen tók að sér þann hluta verksins.“ Bára segir kvæðalögin koma víða að. „Það fór fram söfnun fyrir mörgum árum, meðal annars úti á landi, Sigurður Sigurðarson frá Haukagili og fleiri gengust fyrir henni. Svo hefur Rósa Þorsteinsdóttir, ritstjóri bókarinnar, lagt í mikla vinnu við að finna upplýsingar um þá sem kveða og grafa upp myndir. Í bókinni eru líka nótur og svo fylgja geisladiskar auk þess sem meiningin er að hafa slóð á netið. Það eiga ekki allir gamlar græjur eins og geislaspilara! Ragnar Ingi Aðalsteinsson er meðal þeirra sem eiga efni í bókinni, hann er búinn að fara yfir bragarhættina sem notaðir eru og þarna koma nokkrir við sögu sem teljast sjaldgæfir.“ Svo er það dagskráin á Sólon annað kvöld, miðvikudag. Þar á að sjálfsögðu að kveða. „Það verður flutt efni úr þessu safni og svo verða gamanmál. Af því samkomuna ber upp á Valentínusardaginn tók ég saman nokkra mansöngva líka, það verður að koma ástinni að með einhverjum hætti!“ segir Bára kankvís. „Við munum hafa létt yfir þessu. Ragnar Ingi ætlar að stjórna samkomunni og hann kann urmul af vísum og skemmtisögum. Svo verðum við með hlutaveltu og þar eru margir góðir vinningar. Aðalvinningurinn er auðvitað bókin góða, en sá sem hlýtur hana verður að hafa biðlund því hún er ekki komin út.“ Bára tekur fram að 1.500 kall kosti inn en enginn posi sé á staðnum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við erum að gefa út hluta af því efni sem til er á segulbandasafni kvæðamannafélagsins, bæði á bók og geisladiskum. Þannig björgum við menningarverðmætum,“ upplýsir tónlistarkonan Bára Grímsdóttir þegar hún er spurð út í útgáfu sem Kvæðamannafélagið Iðunn er að safna fyrir með skemmtikvöldi á Sólon annað kvöld sem hefst klukkan 20. Bára segir 160 kvæðalög til á gömlum spólum. „Efnið er í þokkalegum gæðum en sumt þarf að laga og Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og tónlistarmaður, er að hjálpa okkur með það. Í mörgum lögum eru bara sungnar tvær vísur, eða sama vísan tvisvar, þar var verið að hugsa um að varðveita lagboðann, en ef þær vísur eru brot úr lengra kvæði eða rímu höfum við líka reynt að grafa upp viðbótina og birta. Steindór Andersen tók að sér þann hluta verksins.“ Bára segir kvæðalögin koma víða að. „Það fór fram söfnun fyrir mörgum árum, meðal annars úti á landi, Sigurður Sigurðarson frá Haukagili og fleiri gengust fyrir henni. Svo hefur Rósa Þorsteinsdóttir, ritstjóri bókarinnar, lagt í mikla vinnu við að finna upplýsingar um þá sem kveða og grafa upp myndir. Í bókinni eru líka nótur og svo fylgja geisladiskar auk þess sem meiningin er að hafa slóð á netið. Það eiga ekki allir gamlar græjur eins og geislaspilara! Ragnar Ingi Aðalsteinsson er meðal þeirra sem eiga efni í bókinni, hann er búinn að fara yfir bragarhættina sem notaðir eru og þarna koma nokkrir við sögu sem teljast sjaldgæfir.“ Svo er það dagskráin á Sólon annað kvöld, miðvikudag. Þar á að sjálfsögðu að kveða. „Það verður flutt efni úr þessu safni og svo verða gamanmál. Af því samkomuna ber upp á Valentínusardaginn tók ég saman nokkra mansöngva líka, það verður að koma ástinni að með einhverjum hætti!“ segir Bára kankvís. „Við munum hafa létt yfir þessu. Ragnar Ingi ætlar að stjórna samkomunni og hann kann urmul af vísum og skemmtisögum. Svo verðum við með hlutaveltu og þar eru margir góðir vinningar. Aðalvinningurinn er auðvitað bókin góða, en sá sem hlýtur hana verður að hafa biðlund því hún er ekki komin út.“ Bára tekur fram að 1.500 kall kosti inn en enginn posi sé á staðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira